Greinin sem er sífellt verið að skrifa Bjartur Steingrímsson skrifar 28. nóvember 2014 15:17 Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það.
Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun