Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 22-24 | Dramatískur sigur ÍBV Anton Ingi Leifsson í Mýrinni skrifar 11. nóvember 2014 12:11 Íris Björk Símonardóttir fagnar eftir að verja eitt af 19 skotum sínum í kvöld. vísir/ernir ÍBV tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta þegar liðið vann Stjörnuna í Mýrinni í dag. Eyjastúlkur unnu seiglusigur eftir jafnan og hrikalega spennandi leik, allt fram á síðustu mínútu leiksins. Bæði lið gerðu nóg af mistökum og kostuðu boltanum í gríð og erg útaf og í hendur andstæðinga. Einnig gerðust bæði lið sek um mörg sóknarbrot, en á endanum var það ÍBV sem gerði færri mistök og vann með tveggja marka mun, 22-24. Stjarnan byrjaði leikinn af fullum krafti og komst meðal annars í 3-0 og 7-4. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 9-5, en þá var þjálfurum Eyjastúlkna nóg boðið og þeir tóku leikhlé. Eftir það skánaði leikurinn til muna, en þær voru að skjóta afar illa á Florentinu Stanciu sem varði hvern boltann á fætur öðrum. Gestirnir söxuðu hægt og rólega á forystu heimastúlkna og Telma Silva Amado jafnaði svo metin með einu af sex mörkum sínum í fyrri hálfleik. Staðan 10-10 þegar átján mínútur voru liðnar. Heimastúlkur reyndust svo ögn sterkari undir lok fyrri hálfleiks, en bæði lið voru að gera ótal mistök í sínum sóknarleik. Staðan 14-12 fyrir Garðarbæjarliðinu í hálfleik. Báðir markverðir höfðu verið að verja vel í fyrri hálfleik, en Florentina Stanciu var með 45% markvörslu í fyrri hálfleik. Hinu megin í marki ÍBV var Dröfn Haraldsdóttir með 36%. Telma Silva Amado var kominn með helming marka ÍBV í fyrri hálfleik eða sex talsins. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu enda sæti í 8-liða úrslitum bikarsins í boði. Heimastúlkur skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og virtust ætla vera sigla þessum leik þægilega í hús. Eyjastúlkur breyttu hins vegar stöðunni úr 16-12 í 16-16 og við vorum enn með leik í Mýrinni. Næstu mínútur voru jafnar og leikurinn var jafn og spennandi. Staðan var jöfn, en þá skellti Florentina í lás og heimastúlkur skoruðu úr hraðaupphlaupum. Þær breyttu stöðunni úr 18-18 í 21-18 en gestirnir neituðu enn og aftur að gefast upp og jöfnuðu í 21-21. Það voru svo gestirnir frá Vestmanaeyjum sem unnu að lokum nauman sigur eftir dramatískar lokamínútur. Á endanum gerðu þær færri mistök sem urðu þess valdandi að liðið er búið að tryggja sig í 8-liða úrslitin. Algjör seigla undir lokin, en lokatölur 22-24. Telma Silva Amado var frábær í liði ÍBV, en hún skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. Hornamaðurinn ungi Díana Dögg Magnúsdóttir spilaði afar vel í horninu og Dröfn Haraldsdóttir stóð sig vel í markinu. Florentina Stanciu var í svakalegum ham í markinu hjá Stjörnunni og varði 43% skota sem á hana komu. Helena Rut Örvasdóttir var svo markahæst með sjö mörk, en hún skaut alls tólf sinnum.Jón Gunnlaugur: Viljum fá Gróttu eða Fram á heimavelli „Þetta var heldur betur frábær sigur. Þetta var kannski smá þjófnaður, en við komumst í fyrsta skipti yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. Það sýnir karakter að geta gert þetta svona," sagði Jón Gunnlaugur, betur þekktur sem Gulli þjálfari ÍBV, við Vísi í leikslok. „Stelpurnar ætluðu sér sigur og það tókst. Ég verð að hrósa þeim í hástert bæði fyrir stuðninginn af bekknum og hvernig þær höguðu sér inná vellinum. Virkilega fagmennlega gert." „Mér fannst liðið spila vel í heild. Við lögðum leikinn vel upp og þegar vörnin small þá var þetta ekki spurning um hvort við myndum vera inn í leiknum, þær voru ekkert að fara valta yfir okkur. Ég er ánægður með það og skynsemina í sókninni." Aðspurður hvort hann hafi verið hræddur þegar Stjarnan var kominn þremur mörkum yfir á tímapunkti í síðari hálfleik svaraði Gulli kokhraustur: „Aldrei!," sem fór næst beint í sálfræði-bunkann. „Við vonum núna að við fáum Gróttu eða Fram á heimavelli. Ég held að það sé okkar möguleiki að fá eitthvað sterkt lið á heimavelli til þess að eiga þá auðveldara andstæðing ef við förum áfram í því," sagði Gulli í leikslok.Ragnar: Töpum þessu á hreinum aumingjaskap „Það er mjög einfalt hvað fór úrskeiðis. Þetta er sjötti leikurinn sem ég sé þetta lið spila á tveimur árum þar sem liðið er með unnin leik, en þora ekki að vinna hann og tapa hann á hreinum aumingjaskap," sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, brjálaður í samtali við Vísi í leikslok. „Það var bara farið að horfa um öxl í lykilstöðum í síðari hálfleik. Við erum með 22 tæknifeila og hugleysið í ákveðnum stöðum er þannig að maður veit ekki hvað er að gerast." „Við erum að búa til klassa stöður, við erum að spila klassa vörn og stelpurnar eru að leggja sig 110% fram. Það vantar ekkert uppá það. Við erum að halda liðið sem er að skora 30 mörk að meðaltali í deildinni í 24 mörkum, en þegar það kemur að lokastöðunum þá er engin sem þorir." „Við förum heldur betur inn í skelina. Ég held við skorum eitt mark síðustu tíu eða tólf mínútunum og það er úr eitthverju neyðarskoti þegar leikurinn er nánast búinn." „Ég er hrikalega ósáttur. Ekki við stelpurnar hvernig þær spiluðu leikinn, heldur þetta andlega mein sem er að trufla okkur núna. Það var að trufla okkur í fimmta leik gegn Val í fyrra, fjórða leik gegn Val í fyrra, öðrum leik gegn Val í fyrra. „Við vorum einnig góða stöðu í bikarúrslitaleik í fyrra og köstum því frá okkur. Þetta er að endurtaka sig aftur og aftur og ef okkur tekst ekki að leysa þetta þá verðum við alltaf bara eitthver silfurskeið." „Það er bara deildin núna og við eigum langt í land sérstaklega með þessi atriði sem ég er að tala um," sagði Ragnar hundfúll í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
ÍBV tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta þegar liðið vann Stjörnuna í Mýrinni í dag. Eyjastúlkur unnu seiglusigur eftir jafnan og hrikalega spennandi leik, allt fram á síðustu mínútu leiksins. Bæði lið gerðu nóg af mistökum og kostuðu boltanum í gríð og erg útaf og í hendur andstæðinga. Einnig gerðust bæði lið sek um mörg sóknarbrot, en á endanum var það ÍBV sem gerði færri mistök og vann með tveggja marka mun, 22-24. Stjarnan byrjaði leikinn af fullum krafti og komst meðal annars í 3-0 og 7-4. Þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 9-5, en þá var þjálfurum Eyjastúlkna nóg boðið og þeir tóku leikhlé. Eftir það skánaði leikurinn til muna, en þær voru að skjóta afar illa á Florentinu Stanciu sem varði hvern boltann á fætur öðrum. Gestirnir söxuðu hægt og rólega á forystu heimastúlkna og Telma Silva Amado jafnaði svo metin með einu af sex mörkum sínum í fyrri hálfleik. Staðan 10-10 þegar átján mínútur voru liðnar. Heimastúlkur reyndust svo ögn sterkari undir lok fyrri hálfleiks, en bæði lið voru að gera ótal mistök í sínum sóknarleik. Staðan 14-12 fyrir Garðarbæjarliðinu í hálfleik. Báðir markverðir höfðu verið að verja vel í fyrri hálfleik, en Florentina Stanciu var með 45% markvörslu í fyrri hálfleik. Hinu megin í marki ÍBV var Dröfn Haraldsdóttir með 36%. Telma Silva Amado var kominn með helming marka ÍBV í fyrri hálfleik eða sex talsins. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu enda sæti í 8-liða úrslitum bikarsins í boði. Heimastúlkur skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og virtust ætla vera sigla þessum leik þægilega í hús. Eyjastúlkur breyttu hins vegar stöðunni úr 16-12 í 16-16 og við vorum enn með leik í Mýrinni. Næstu mínútur voru jafnar og leikurinn var jafn og spennandi. Staðan var jöfn, en þá skellti Florentina í lás og heimastúlkur skoruðu úr hraðaupphlaupum. Þær breyttu stöðunni úr 18-18 í 21-18 en gestirnir neituðu enn og aftur að gefast upp og jöfnuðu í 21-21. Það voru svo gestirnir frá Vestmanaeyjum sem unnu að lokum nauman sigur eftir dramatískar lokamínútur. Á endanum gerðu þær færri mistök sem urðu þess valdandi að liðið er búið að tryggja sig í 8-liða úrslitin. Algjör seigla undir lokin, en lokatölur 22-24. Telma Silva Amado var frábær í liði ÍBV, en hún skoraði átta mörk úr jafnmörgum skotum. Hornamaðurinn ungi Díana Dögg Magnúsdóttir spilaði afar vel í horninu og Dröfn Haraldsdóttir stóð sig vel í markinu. Florentina Stanciu var í svakalegum ham í markinu hjá Stjörnunni og varði 43% skota sem á hana komu. Helena Rut Örvasdóttir var svo markahæst með sjö mörk, en hún skaut alls tólf sinnum.Jón Gunnlaugur: Viljum fá Gróttu eða Fram á heimavelli „Þetta var heldur betur frábær sigur. Þetta var kannski smá þjófnaður, en við komumst í fyrsta skipti yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. Það sýnir karakter að geta gert þetta svona," sagði Jón Gunnlaugur, betur þekktur sem Gulli þjálfari ÍBV, við Vísi í leikslok. „Stelpurnar ætluðu sér sigur og það tókst. Ég verð að hrósa þeim í hástert bæði fyrir stuðninginn af bekknum og hvernig þær höguðu sér inná vellinum. Virkilega fagmennlega gert." „Mér fannst liðið spila vel í heild. Við lögðum leikinn vel upp og þegar vörnin small þá var þetta ekki spurning um hvort við myndum vera inn í leiknum, þær voru ekkert að fara valta yfir okkur. Ég er ánægður með það og skynsemina í sókninni." Aðspurður hvort hann hafi verið hræddur þegar Stjarnan var kominn þremur mörkum yfir á tímapunkti í síðari hálfleik svaraði Gulli kokhraustur: „Aldrei!," sem fór næst beint í sálfræði-bunkann. „Við vonum núna að við fáum Gróttu eða Fram á heimavelli. Ég held að það sé okkar möguleiki að fá eitthvað sterkt lið á heimavelli til þess að eiga þá auðveldara andstæðing ef við förum áfram í því," sagði Gulli í leikslok.Ragnar: Töpum þessu á hreinum aumingjaskap „Það er mjög einfalt hvað fór úrskeiðis. Þetta er sjötti leikurinn sem ég sé þetta lið spila á tveimur árum þar sem liðið er með unnin leik, en þora ekki að vinna hann og tapa hann á hreinum aumingjaskap," sagði Ragnar Hermannsson, þjálfari Stjörnunnar, brjálaður í samtali við Vísi í leikslok. „Það var bara farið að horfa um öxl í lykilstöðum í síðari hálfleik. Við erum með 22 tæknifeila og hugleysið í ákveðnum stöðum er þannig að maður veit ekki hvað er að gerast." „Við erum að búa til klassa stöður, við erum að spila klassa vörn og stelpurnar eru að leggja sig 110% fram. Það vantar ekkert uppá það. Við erum að halda liðið sem er að skora 30 mörk að meðaltali í deildinni í 24 mörkum, en þegar það kemur að lokastöðunum þá er engin sem þorir." „Við förum heldur betur inn í skelina. Ég held við skorum eitt mark síðustu tíu eða tólf mínútunum og það er úr eitthverju neyðarskoti þegar leikurinn er nánast búinn." „Ég er hrikalega ósáttur. Ekki við stelpurnar hvernig þær spiluðu leikinn, heldur þetta andlega mein sem er að trufla okkur núna. Það var að trufla okkur í fimmta leik gegn Val í fyrra, fjórða leik gegn Val í fyrra, öðrum leik gegn Val í fyrra. „Við vorum einnig góða stöðu í bikarúrslitaleik í fyrra og köstum því frá okkur. Þetta er að endurtaka sig aftur og aftur og ef okkur tekst ekki að leysa þetta þá verðum við alltaf bara eitthver silfurskeið." „Það er bara deildin núna og við eigum langt í land sérstaklega með þessi atriði sem ég er að tala um," sagði Ragnar hundfúll í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira