Það sem við þykjumst vita Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2014 08:00 Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, „Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008. Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins. Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki? Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi? Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur? Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, „Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008. Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins. Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki? Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi? Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur? Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun