Það sem við þykjumst vita Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2014 08:00 Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, „Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008. Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins. Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki? Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi? Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur? Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Sjá meira
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja gerði tilraun til að svara pistli mínum, „Hvað höfum við lært?“ á þessum vettvangi í síðustu viku. Yngvi svaraði ekki gagnrýni minni á bónusvæðingu bankakerfisins eftir hrun en notaði þess í stað dálksentímetrana sína til að reyna að fræða lesendur um kenningar Adams Smith, eins og þær séu einhver ný tíðindi. Það er staðreynd að stóru bankarnir þrír hafa virkjað starfskjarastefnur sínar að nýju og starfsmenn fjármálageirans njóta afkomutengdra bónusa. Það er einnig staðreynd að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var 80% af samanlögðum hagnaði stóru bankanna þriggja til kominn vegna matsliða og óreglulegra liða eins og endurmats á hlutabréfum, lánasöfnum og sölu á hlutum í aflagðri starfsemi. Semsagt ekki traustum grunnrekstri. Yngvi Örn skautaði léttilega framhjá þessu í sinni grein. Hann tók heldur enga afstöðu til gagnrýni minnar á bónusakerfið í bönkunum en hún var rökstudd með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Adair Turner lávarður, sem situr í fjármálastöðugleikaráði Bretlands og er fyrrverandi stjórnarformaður breska fjármálaeftirlitsins (FSA), sagði árið 2010 að það sem fram færi á Wall Street og í fjármálafyrirtækjum almennt væri meira og minna „samfélagslega tilgangslaust.“ Turner var að öllum líkindum að setja þetta í samhengi við það brenglaða hugarfar sem réð ríkjum í bönkum á Vesturlöndum fyrir alþjóðlega fjármálaáfallið haustið 2008. Yngvi Örn þarf ekki að brýna fyrir fólki kenningar Adams Smith. Vissulega hagnast bankarnir á vaxtamun og þóknanatekjum og mikilvægi og hagræði greiðslumiðlunar verður seint ofmetið. Bankar eru hins vegar í grundvallaratriðum stoðeiningar undir raunverulega verðmætasköpun. Bankar framleiða ekki neitt. Bankar hjálpa okkur ekki að skapa gjaldeyri sem við þurfum til að vinna bug á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins eða aflétta höftum. Þvert á móti var það óeðlilegur og ævintýralegur vöxtur bankanna sem bjó vandamálið til sem við erum enn að glíma við. Þessi vöxtur fékk að þrífast í skjóli peningastefnu sem ýtti undir erlenda lántöku, vaxtamunaviðskipti og útþenslu fjármálakerfisins. Spákaupmaðurinn George Soros hefur sagt að það sé bæði ósjálfbær og óásættanleg staða að stærstur hluti hagnaðar fyrirtækja á markaði sé hjá bönkum. Fyrirtækjum sem framleiða ekki neitt. Hagvöxtur ætti fremur að vera drifinn áfram af raunverulegri verðmætasköpun. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum ekki dregið raunverulegan lærdóm af bankahruninu miðað við þau vinnubrögð sem þrífast í bönkunum sex árum frá hruni. Tilgangur minn var að spyrja spurninga og fá starfsfólk fjármálafyrirtækja til að líta í eigin barm. Yngvi Örn svaraði ekki spurningum mínum. Má túlka þögn hans um bónusakerfi bankanna og þau vinnubrögð sem þar eru stunduð eftir hrunið sem þögult samþykki? Það má í lok þessarar greina spyrja, hvers vegna eru bankarnir, tíu sinnum minni en þeir voru fyrir hrunið, að halda úti heilli skrifstofu undir merkjum Samtaka fjármálafyrirtækja? Vegna ákvæða samkeppnislaga mega bankarnir ekki eiga með sér samstarf nema að mjög takmörkuðu leyti en ættu þeir kannski frekar að nota peningana sem fara í SFF í einhverja raunverulega verðmætasköpun? Eða styðja við samfélagslega mikilvæg, atvinnuskapandi verkefni af einhverju tagi? Halda bankarnir úti heilli lobbý-skrifstofu fyrir sig vegna þess að stjórnendur þessara banka eru ennþá fastir í hjólförum þess hugarfars sem leiddi til bankahrunsins? Geta bankarnir ekki varið því fjármagni sem fer í rekstur Samtaka fjármálafyrirtækja betur? Það er kannski umhugsunarefni fyrir stjórnendur bankanna. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun