Það sem við höfum lært Yngvi Örn Kristinsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í Markaðshorni síðustu viku mátti lesa þá fullyrðingu Þorbjörns Þórðarsonar fréttamanns að engin raunveruleg verðmætasköpun eigi sér stað í bönkum. Fullyrðingin var sett fram til að skjóta fótum undir umræðu um launamál í bönkum og hagnað þeirra. Hugsunin var sú að þar sem fjármálafyrirtæki skapa ekki raunveruleg verðmæti en væru bakhjarlar raunverulegrar verðmætasköpunar ættu laun og hagnaður í geiranum að vera lág. Hér er ekki ætlunin að draga úr gildi þess að hagkvæmni sé gætt í allri efnahagsstarfsemi. Hagfræðin kennir og reynslan sýnir að það er líklegast til að gerast þegar saman fer frelsi á markaði og lýðræðislegt skipulag í stjórnmálum. Sú hugsun sem Þorbjörn styðst við er býsna gamaldags. Hún tilheyrir þeim kenningum sem skildar voru eftir í vegkantinum við framgang hagfræðinnar, þó hún fyrirfinnist enn í marxískri hugmyndafræði. Uppruni þessara hugmynda um að skipta megi efnahagsstarfseminni í framleiðslu raunverulegra verðmæta og aðra starfsemi, með áherslu á gildi þeirrar fyrri, má rekja til frönsku búauðgistefnunnar frá miðri átjándu öld. Búauðgistefnan taldi að landbúnaður væri uppspretta allra raunverulegra verðmæta, en seinni tíma fylgjendur stefnunnar útvíkkuðu hana þannig að áherslan er á vöruframleiðsluna sem hina raunverulega uppsprettu verðmæta í hagkerfinu. Áhrif marxisma á þróun þessarar hugmyndar er því greinileg. Nútímahagfræði byggir að meginstofni á tveimur kenningum. Annars vegar kenningum Adams Smith frá seinni hluta átjándu aldar sem í riti sínu Auðlegð þjóðanna lagði áherslu á að efnahagsstarfsemi væri samfelld keðja þar sem hlekkir keðjunnar mótuðust af verkaskiptingu í efnahagsstarfseminni. Enginn hlekkur væri í raun mikilvægari en annar. Hins vegar á kenningum Alfreds Marshall (og reyndar fleiri) frá seinustu árum nítjándu aldar um verðmyndun vöru og þjónustu, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru og þjónustu á jaðrinum ákvarðar viðskiptaverð. Þessar kenningar gera engan greinarmun á efnahagsstarfsemi hvort sem hún er framleiðsla á vörum eða veiting þjónustu: hvort tveggja er nauðsynlegur hlekkur í efnahagsstarfseminni og verð beggja ákvarðast með sama hætti. Sömu efnahagslögmál gilda um rekstur, laun og arðsemi fyrirtækja óháð því hvort um er að ræða framleiðslu á vörum eða þjónustu. Engin hlutlæg rök liggja því til grundvallar fullyrðinga um að ein tiltekin efnahagsstarfsemi skapi raunveruleg verðmæti en aðrar ekki. Þannig er verslun sem selur aðföng til vöruframleiðslu, þjónustufyrirtækja eða neytenda mikilvægur hlekkur í efnahagsstarfseminni og veitir raunverulega þjónustu. Eins er um lánastofnun sem veitir lán til fjárfestingar eða rekstrar. Sama gildir um tryggingafélag sem tryggir rekstur og eignir fyrirtækja og heimila. Sama gildir um aðra fjármálaþjónustu og þjónustu á sviði rannsókna, mennta, heilbrigðismála og löggæslu svo fleiri dæmi séu tekin. Fjármálafyrirtæki veita fyrirtækjum og heimilum margvíslega þjónustu. Grunnþættir í starfsemi þeirra eru þrír: greiðslumiðlun, miðlun á sparnaði og dreifing áhættu. Hagræði af greiðslumiðlun bæði innanlands og milli landa er oft vanmetið. Eilítil umhugsun ætti þó að leiða í ljós hvílíkur tímasparnaður nútíma greiðslumiðlun er fyrir fyrirtæki og heimili. Aðilar sem ætla að skiptast á greiðslum þurfa ekki að hittast á sama stað og sama tíma til að inna af hendi greiðslu og ekki að burðast með reiðufé. Gildi hinna ýmsu tegunda fjármálafyrirtækja við söfnun sparnaðar og miðlun fjármagns heimila og fyrirtækja og dreifingu áhættu er hins vegar augljósara og þekktara.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun