Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 08:57 Gísli Freyr fundaði með Hönnu Birnu í kjölfar þess að lögmaður hans fékk í hendurnar ný gögn frá ríkissaksóknara. Vísir / GVA Ný gögn í máli Gísla Freys Valdórssonar bárust verjanda hans, Ólafi Garðarssyni, um klukkan þrjú í gær. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. „Ég er búinn að fá það í hendurnar, eða ég er búinn að fá ljósrit í hendurnar. Það verður lagt fram á eftir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Ég fékk það í gær. Rétt fyrir þrjú í gær.“ Réttað verður í málinu klukkan 9.15 í héraðsdómi í dag þar sem nýju gögnin verða formlega lögð fram. Ólafur er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. „Nei það er langur vegur frá því en þetta styrkir málatilbúnað ákæruvaldsins,“ segir hann. „Það er mjög tæknilega eðlis þetta skjal.“ Gísli Freyr fundaði með Hönnu Birnu eftir að lögmaður hans hafði fengið gögnin í hendurnar. Á fundinum játaði hann brotið. Engin vitni verða leidd fyrir dóminn líkt og til stóð vegna játningar Gísla. Meðal þeirra sem áttu að koma fyrir réttinn voru Hanna Birna og Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður ráðherra. Gísli Freyr hefur fullyrt að hvorug þeirra hafi vitað að hann hafi lekið trúnaðargögnunum. „Ég get ekki lengur lifað í lygavef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig,“ sagði Gísli Freyr í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gærkvöldi. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Ný gögn í máli Gísla Freys Valdórssonar bárust verjanda hans, Ólafi Garðarssyni, um klukkan þrjú í gær. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. „Ég er búinn að fá það í hendurnar, eða ég er búinn að fá ljósrit í hendurnar. Það verður lagt fram á eftir,“ segir Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Ég fékk það í gær. Rétt fyrir þrjú í gær.“ Réttað verður í málinu klukkan 9.15 í héraðsdómi í dag þar sem nýju gögnin verða formlega lögð fram. Ólafur er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. „Nei það er langur vegur frá því en þetta styrkir málatilbúnað ákæruvaldsins,“ segir hann. „Það er mjög tæknilega eðlis þetta skjal.“ Gísli Freyr fundaði með Hönnu Birnu eftir að lögmaður hans hafði fengið gögnin í hendurnar. Á fundinum játaði hann brotið. Engin vitni verða leidd fyrir dóminn líkt og til stóð vegna játningar Gísla. Meðal þeirra sem áttu að koma fyrir réttinn voru Hanna Birna og Þórey Vilhjálmsdóttir, hinn aðstoðarmaður ráðherra. Gísli Freyr hefur fullyrt að hvorug þeirra hafi vitað að hann hafi lekið trúnaðargögnunum. „Ég get ekki lengur lifað í lygavef sem ég sjálfur ber ábyrgð á að hafa spunnið í kringum mig,“ sagði Gísli Freyr í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gærkvöldi.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15