UFC 180: Nær Mark Hunt að fullkomna ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 22:30 Hunt rotar Struve en Struve er 35 cm hærri en Hunt. Vísir/Getty Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjá meira
Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjá meira