UFC 180: Nær Mark Hunt að fullkomna ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 22:30 Hunt rotar Struve en Struve er 35 cm hærri en Hunt. Vísir/Getty Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Stólarnir þurfa að svara fyrir sig Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti