Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - GAS Megas 43-16 | Lauflétt hjá Fram gegn Megas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2014 14:02 Ásta Birna Gunnarsdóttir með boltann í leiknum í kvöld. vísir/pjetur Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Fram vann risasigur, 43-16, á gríska liðinu GAS Megas Alexandros í fyrri leik liðanna í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Eins og lokatölurnar gefa til kynna hafði Fram ævintýralega yfirburði í leiknum, en gríska liðið er afar skammt á veg komið í handknattleiksíþróttinni.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýri í dag og tók myndirnar sem sjá má í veislunni hér að ofan. Leikmenn Megas eru flestir barnungir - aðeins þrjár af tíu í leikmannahópi liðsins í dag eru fæddar fyrir 1994 - og þær áttu engin svör við leik Fram í kvöld. Þjálfari Megas, Georgios Gioulvanidis, var í miklum ham á hliðarlínunni og æsti sig yfir öllu og engu. Hann hefði þó betur brýnt grundvallarreglur íþróttarinnar fyrir sínum stúlkum sem höfðu t.a.m. lítinn áhuga á að gefa boltann á samherja sína, en reyndu þess í stað árangurslítið knattrak. Framkonur, sem sitja í toppsæti Olís-deildar kvenna, höfðu 18 marka forskot í fyrri hálfleik. Átján af þessum 27 mörkum komu eftir hraðaupphlaup þar sem þær Hekla Rún Ámundadóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Marthe Sördal voru jafnan fyrsta fram. Þá varði Nadia Bordon 18 skot í fyrri hálfleik, eða 72% allra þeirra skota sem hún fékk á sig. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framkonur skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og þær grísku áttu engin svör. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leyfði öllum leikmönnum á skýrslu að spreyta sig, en Safamýrarliðið hafði þrátt fyrir það sömu yfirburði og áður. Fram vann að lokum 27 marka sigur, 43-16. Allir útileikmenn Fram nema ein komust á blað. Hekla Rún var þeirra markahæst með tíu mörk, Guðrún Þóra kom næst með átta og Marthe skoraði sjö. Nadia Bordon varði alls 23 skot (58%) í markinu og Hafdís Lilja Torfadóttir varði sex skot (55%) eftir að hún kom inn á um miðjan seinni hálfleik. Seinni leikurinn fer fram klukkan 16:00 á morgun.Stefán: Hann var miklu skemmtilegri en ég Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var að vonum sáttur með stórsigur sinna stelpna á gríska liðinu Megas í Áskorendakeppni Evrópu í Safamýrinni í kvöld. „Ég var mjög ánægður með einbeitinguna hjá mínu liði. Við erum mun betri en þetta lið. „Við spiluðum 3-3 vörn í fyrri hálfleik og fengum á okkur sjö mörk og bættum svo í í þeim seinni. Við héldum einbeitingu út allan leikinn,“ sagði Stefán sem var einnig ánægður með frammistöðu þeirra leikmanna sem komu af bekknum hjá Fram í kvöld, en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í leiknum. „Við erum með fína breidd og það þurfa allir að fá að spila, sérstaklega í svona leikjum. Þær stóðu sig allar vel,“ bætti Stefán við, en hvað vill hann fá út úr seinni leiknum á morgun? „Ég vil bara það sama og í öllum leikjum, að við mætum 100% tilbúnar. Sama þótt maður sé með betra lið, þá á maður alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingunum og við gerum það.“ Það var ólíkt meira fjör í Georgios Gioulvanidis, kollega Stefáns á gríska bekknum, en hann reifst og skammaðist allan leikinn, yfir öllu og engu. „Hann var miklu skemmtilegri en ég. Hann er skemmtikraftur og það var gaman að fylgjast með honum,“ sagði Stefán í léttum dúr að lokum.Stefán Arnarson á hliðarlínunni í dag.vísir/pjetur
Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn