Töluvert hefur dregið úr virkni við Bárðarbunguöskjuna, þrátt fyrir að stærsti skjálftinn síðastliðin sólahring hafi mælst 5,4 af stærð við suðurbrún öskjunnar.
Tveir skjálftar milli 4 og 5 að stærð hafa mælst við öskjuna , sá fyrri rétt eftir klukkan eitt í nótt og sá síðari klukkan tíu í morgun.
Alls mældust 43 jarðskjálftar við Bárðarbunguöskjuna frá því í gærmorgun.
Við norðanverðan bergganginn hafa mælst um 20 jarðskjálftar og voru allir minni en 1,7 að stærð.
Það dró verulega úr skjálftavirkninni við Bárðarbunguöskjuna eftir 5,4 skjálftann í gær en að sama skapi jókst virknin við norðurenda bergangsins frá hádeginu í gær og fram eftir degi.
Dregið verulega úr skjálftavirkni við Bárðarbungu
Stefán Árni Pálsson skrifar
