Raddlausa kynslóðin Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 17. nóvember 2014 17:22 Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðlegum degi námsmanna eru 75 ár liðin frá því að námsmenn í Tékklandi mótmæltu innrásum nasista. Þennan dag 1939 var öllum framhalds- og háskólum í landinu lokað, um 1200 námsmenn voru sendir í útrýmingabúðir auk þess sem 9 leiðtogar námsmannahreyfinga voru teknir af lífi án réttarhalda. Samband íslenskra framhaldsskólanema eru regnhlífasamtök allra nemendafélaga á Íslandi. SÍF berst fyrir réttindum nemenda og stendur vörð um þau eins og mörg önnur nemendasamtök víðs vegar um heiminn. SÍF er málsvari nemenda gagnvart stjórnvöldum og hefur að undanförnu haldið málstað nemenda hátt á lofti í hinum ýmsu málum. Eitt helsta áhyggjuefni SÍF er líðan nemenda í framhaldsskólum. Nýlegar rannsóknir sína að margir framhaldsskólanemar upplifi ofbeldi, áreiti eða einelti af einhverju tagi innan veggja skólanna. Slík staða er óviðunandi og bitnar slíkt að sjálfsögðu á andlegri líðan nemenda. Líðan nemenda er gríðarlega mikilvæg og teljum við að hlúa þurfi frekar að geðheilsu þeirra og að leita þurfi leiða til úrbóta í þeim efnum. Sálfræðiþjónusta ætti að standa öllum framhaldsskólanemum til boða þeim að kostnaðarlausu en tilraunarverkefni með skólasálfræðinga hafa gefið góða raun. Einnig þarf að efla fræðslu og forvarnir gegn einelti í framhaldsskólum. Nú eru miklar breytingar á skipun menntamála í farvatninu. Á slíkum umbrotatímum er nauðsynlegt að hlúa að því sem vel er gert en breyta því sem þarf að bæta. Valfrelsi nemenda er einn af hornsteinum okkar menntakerfis og um það þarf að standa vörð. Mismunandi námsleiðir og námstími eru hlutir sem nemendur eiga að geta valið sér og er mikilvægt að líta á menntakerfið allt sem eina samfellu í stað þess að líta til hvers skólastigs fyrir sig. Er það rétt nálgun að skilgreina námsferil grunnskólanema eftir aldri en ekki eftir getu og þroska? Það er okkar skoðun að valfrelsi og sveigjanleiki í námi séu lykilinn að góðri menntun. Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að ungu fólki, en undanfarið hefur ungt fólk látið sig vanta í umræður um málefni sín. Þátttaka ungs fólks í kosningum og almennum umræðum á Íslandi er óvenjulega lítil miðað við annars staðar á Norðurlöndunum. Áhuginn er því miður ekki til staðar. Það er mikilvægt að líta til baka og minnast þeirra nemenda sem börðust gegn ranglæti. Að heiðra minningu þeirra með því að halda slagnum áfram. Það er nauðsynlegt að við sem nemendur, sem lifum og veltumst inn menntakerfinu höfum eitthvað um það að segja og að við látum skoðanir okkar í ljós. Við sem ungt fólk höfum alla burði til þess að verða stórt afl í samfélaginu og núna þegar miklar breytingar eru yfirvofandi í menntakerfinu er þetta einmitt tíminn til að horfa á allt með mjög gagnrýnum augum. Við eigum að krefjast þess að gæði námsins verði ekki skert og að valfrelsi nemenda verði tryggt. Við eigum að hafa áhrif á hvernig námið og kerfið sem við lifum í sé háttað. Nemendur og ungt fólk þurfa að vakna til lífsins og átta sig á því að tíminn er núna, við þurfum að berjast fyrir því að okkar nám og okkar menntun sé fyrsta flokks. Við eigum ekki að sitja aðgerðarlaus og þegjandi, við höfum rödd.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar