Samtímaheimildir betri en seinni tíma Skjóðan skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Vísir/Pjetur Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira