Starfsemi glæðist í skóla Svarfdælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2014 19:00 Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Nærri áratug eftir að Svarfdælingar dreifðu skít um götur Dalvíkur til að mótmæla lokun Húsabakkaskóla virðast sárin að mestu gróin. Í skólahúsin er komin margvísleg önnur starfsemi, eins og ferðaþjónusta, náttúrusafn, handverkssetur og jógamiðstöð. Um þetta var fjallað í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sem og blómstrandi mannlíf í Svarfaðardal.Skólabyggingarnar á Húsabakka. Sveitaþorp er myndast á torfunni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Húsabakki er um sex kílómetra fyrir innan Dalvík en lokun skólans árið 2005 reyndist íbúum sveitarinnar afar sár, þeir kröfðust sambandsslita við Dalvík og vildu endurvekja hinn gamla Svarfaðardalshrepp. Sólveig Lilja Sigurðardóttir kennari rifjar upp að meira að segja hafi skítadreifarar verið notaðir mótmælaskyni, - en allt kom fyrir ekki, - og svo fór að skólanum var lokað. Smám saman hefur ný starfssemi verið að færast í skólahúsin, eins og ferðaþjónusta, handverkssetur, jógasetur og - með tengingu við friðland Svarfdæla í dalbotninum - er þar nú komið náttúrusetur.Fyndin fuglasýning er meðal annars komin í gamla skólann.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er smámsaman að byggjast upp og gengur bara ágætlega, að okkar mati. Hér er alltaf að fjölga gestum og þetta vinnur allt afskaplega vel saman,“ segir Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúruseturs á Húsabakka. Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Bjarni Th. Bjarnason, segir sveitina og bæinn styrkja hvort annað. „Þetta samfélag byggist á bæði þéttbýli og dreifbýli, - og sveitin og svo aftur sjávarsíðan, - hvort annað styrkir hitt. Fólk sem býr á Dalvík hefur auðvitað miklar taugar til sveitarinnar. Þetta er oft fólk sem á ættir að rekja úr sveitinni. Þannig að þetta er eitt stórt hjarta sem slær í takt,“ segir bæjarstjórinn.Úr Svarfaðardal. Þar er friðland.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Dalvíkurbyggð Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira