Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Bjarki Ármannsson skrifar 4. nóvember 2014 20:56 „Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“ Eurovision Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
„Ég er bara slakur,“ segir hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson, sem á föstudagskvöld keppir í úrslitaþætti austurrísku hæfileikakeppninnar Die große Chance í beinni útsendingu. Þórsteinn hefur slegið í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, situr nú í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög eftir að hann flutti það í undanúrslitunum. „Ég tek annað eigið lag í úrslitakeppninni,“ segir Þórsteinn. „Ég var að reyna að komast í undanúrslit, það var planið. Að spila þar eigin lag og reyna að koma því í útvarpið. Það svínvirkaði bara einhvern veginn.“Plötusamningurinn kominn í hús Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Aðeins fimm söngvarar eru nú eftir í keppninni en Þórsteinn hefur þurft að etja kappi við allskonar skemmtiatriði. „Það er allt þarna,“ segir hann. „Ég var að keppa á móti módelflugvélum og dönsurum og eitthvað. En þeir eru allir dottnir út.“ Hvernig sem fer á föstudaginn hefur Þórsteinn náð sínu markmiði: Að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins sem segir það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára með hljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.„Pókum“ rignir inn Árangur Þórsteins í keppninni hefur þegar breytt lífi hans til muna. Á æfingum fyrir þáttinn hefur hann notið handleiðslu vanra tónlistarmanna og fólk er þegar byrjað að heilsa honum úti á götu. „Ég var á kaffihúsi með mömmu um daginn og einhver gæi byrjaði bara að syngja Aurora fyrir framan mig,“ segir hann. „Honum fannst það mjög fyndið.“ Jafnframt hefur hann heldur betur orðið var við ákveðinn fylgifisk frægðarinnar, nefnilega kvenhyllina. „Núna allt í einu fær maður hundrað vinabeiðnir og „pók“ á dag á Facebook, allt frá stelpum,“ segir Þórsteinn. „Það er mjög fyndið. Ég er búinn að taka skjáskot af þessu til að gera grín að vinum mínum. Þeir eru svo stoltir af því að fá nokkur pók og ég er að fá kannski þrjátíu á dag.“ Vonarstjarnan unga er eini karlkyns keppandinn sem er eftir í keppninni. Telur hann góðar líkur á að hann fari með sigur úr býtum á föstudaginn? „Það er ein kona sem syngur svona mjög austurrísk lög, svona sveitalög,“ segir Þórsteinn. „Ég gæti alveg trúað að hún muni vinna. Það er ekkert „möst“ fyrir mig að vinna þetta.“
Eurovision Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“