Íslenski boltinn

Atli Fannar til Víkings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Fannar í Víkingsbúningnum.
Atli Fannar í Víkingsbúningnum. Mynd/Víkingur
Víkingur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild karla á næsta tímabili, en félagið hefur komist að samkomulagi um kaup á sóknarmanninum Atla Fannari Jónssyni frá ÍBV. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fossvogsliðið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingi.

Atli, sem er fæddur árið 1995, lék með ÍBV síðastliðið sumar og skoraði þá tvö mörk í 19 deildarleikjum.

Atli er alinn upp hjá Breiðablik og lék þrjá leiki með Kópavogsliðinu sumarið 2013. Hann hefur einnig leikið með Tindastóli og Augnabliki.

Víkingur endaði í 4. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili og komst í Evrópukeppni í fyrsta sinn í rúmlega 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×