Flatarmál nýja hraunsins í Holuhrauni er nú orðið 70 ferkílómetrar en starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans birtu ratsjármyndir af hrauninu á Facebook-síðu sinni í gær.
Til samanburðar má nefna að samkvæmt Landmælingum er Eyjafjallajökull 78 ferkílómetrar og Þingvallavatn 82 ferkílómetrar.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni fyrr í dag sagði að fjöldi jarðskjálfta sem hafi mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring væru níutíu. Þar af séu níu skjálftar af stærð milli 4 og 5 stig, sá stærsti 4,6. Lítil skjálftavirkni mælist í kvikuganginum.
„Nornahraun“ orðið 70 ferkílómetrar
Atli Ísleifsson skrifar
