Brjóstaauglýsing olli 517 árekstrum í Moskvu Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 10:20 Svona auglýsingar virðast ekki heppilegar á götum Moskvuborgar. Auglýsing símafyrirtækis á 30 flutningabílum olli alls 517 árekstrum á götum Moskvuborgar á einum degi í síðustu viku. Auglýsingin, sem var risastór, sýnir fagran barm konu og vegfarendum í borginni varð svo starsýnt á hana að hrina aftanákeyrsla varð á þessum eina degi. Viðbrögð símafyrirtækisins eru þau að bæta þeim sem urðu fyrir tjóni það sem ekki verður bætt af tryggingarfélögum. Einn vegfarenda lýsti upplifun sinni þannig að hann hafi verið á leið á fund er hann tók eftir þessari risaauglýsingu og örskömmu síðar hafi bíll ekið aftan á hann og að sá sem ók á hann hafi gefið þá skýringu að hann hafi algjörlega misst athygli við aksturinn. Ekki er mikil ánægja með þessar auglýsingar í Moskvu þó svo hún fangi sannarlega athygli vegfarenda. Auglýsingastofan sem fyrir þeim stendur segir að meiningin hafi verið að færa fyrirtækjum nýjan auglýsingakost með stórum auglýsingum á þessum flutningabílum, en ekki er víst að framhald verði á eftir þessi ofurviðbrögð vegfarenda. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Auglýsing símafyrirtækis á 30 flutningabílum olli alls 517 árekstrum á götum Moskvuborgar á einum degi í síðustu viku. Auglýsingin, sem var risastór, sýnir fagran barm konu og vegfarendum í borginni varð svo starsýnt á hana að hrina aftanákeyrsla varð á þessum eina degi. Viðbrögð símafyrirtækisins eru þau að bæta þeim sem urðu fyrir tjóni það sem ekki verður bætt af tryggingarfélögum. Einn vegfarenda lýsti upplifun sinni þannig að hann hafi verið á leið á fund er hann tók eftir þessari risaauglýsingu og örskömmu síðar hafi bíll ekið aftan á hann og að sá sem ók á hann hafi gefið þá skýringu að hann hafi algjörlega misst athygli við aksturinn. Ekki er mikil ánægja með þessar auglýsingar í Moskvu þó svo hún fangi sannarlega athygli vegfarenda. Auglýsingastofan sem fyrir þeim stendur segir að meiningin hafi verið að færa fyrirtækjum nýjan auglýsingakost með stórum auglýsingum á þessum flutningabílum, en ekki er víst að framhald verði á eftir þessi ofurviðbrögð vegfarenda.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent