Vilja færa og stækka Jökulsárbrú svo hún standist Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 20:15 Gamla brúin er einbreið og frá árinu 1947. Ljósmynd/Pjetur. Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24
Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00