Drulluhræddur Gauti Skúlason skrifar 22. október 2014 07:00 Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni. Ef mér hugnast einhvern tímann sá kostur að kaupa mér eigið húsnæði þarf ég að taka stærðarinnar lán. Það er líklegra að ég finni Jimmy Hoffa heldur en ég sé að fara borga það lán upp áður en ég dey (með tilheyrandi kostnaði auðvitað). Ef mér skildi einhvern tímann langa í bíl þá þarf ég að fara aftur í bankann: „Eitt kúlulán takk og já, settu þetta bara á reikninginn“ (sem ég borga aldrei). Það lítur út fyrir að ég þurfi að vera í foreldrahúsum næstu árin, það er svo sem allt í lagi og kannski getum við pabbi bara sameinast um að borga niður húsnæðislánið hans. Þannig að í staðinn fyrir að pabbi myndi klára að borga lánið þegar hann væri orðinn 130 ára þá myndi hann kannski geta gert það fyrir 100 ára afmælið. Ef ég veikist þá er mér troðið inn á stofnun þar sem þegar eru of margir og flest öll tæki og tól eru jafn útrunnin og samband ríkis og þjóðkirkju. Fólk sem er undir allt of miklu vinnuálagi ber ábyrgð á lífi mínu og ég er heppinn að meiðsli mín séu ekki það alvarleg að ég verði fatlaður eða öryrki því þá fyrst er manni virkilega sagt að éta skít. Face-um það, það er allt í fokki hérna og við þurfum á einhverju nýju að halda og mér er slétt sama hvort lausnin heitir ESB, Noregur eða eitthvað annað. Ég hef einfaldlega fengið nóg af því að sitja hérna og horfa þjóðina ýta steininum upp fjallið, líkt og Sisyphus í forngrískri goðafræði, til þess eins að sjá hann rúlla niður aftur. Við getum ekki og höfum aldrei getað skapað efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Hér hefur verið viðloðandi verðbólga í lengri tíma en Bogi Ágústsson hefur lesið fréttir og ólíkt Boga þá eldist verðbólgan hræðilega. Velferðarkerfið okkar, sem okkur ber vissulega að vera þakklát fyrir að sé til staður, er að hruni komið og það lítur ekki út fyrir uppbygging á því hefjist á næstunni. Kallið mig heimtufrekan ef þið viljið en ég vil: Ferska stjórnarfarslega vinda á Íslandi sem koma til með að blása okkur úr skítafarinu. Stjórnmálamenn sem taka ábyrgð (lagalega og siðferðislega). Meira en 745 krónur til að geta lifað af daginn. Að fólk sem er eldra en 25 ára geti farið í menntaskóla. Að afturhaldsseggir séu rassskelltir opinberlega á Austurvelli. Að það sé komið fram við fatlaða og öryrkja á sanngjarnan máta. Að læknar geti snúið heim eftir nám. Sjá uppbyggingu velferðarkerfisins hafna. .....og betra Ísland! (Annars er „no way“ að ég vilji búa á þessu skeri í framtíðinni).
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun