Yfirmenn Honda taka á sig launalækkun vegna afturkallana Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 12:03 Honda Jazz. Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent