Tekjur ríkissjóðs af Iceland Airwaves er hálfur milljarður Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2014 11:03 Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Airwaves frá 2010. Vísir/Arnþór Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila. Airwaves Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila.
Airwaves Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira