Bjarni: Legg allt sem ég á undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 18:17 Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari KR. Vísir/Vilhelm Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Bjarni Eggerts Guðjónsson var í dag ráðinn nýr aðalþjálfari KR en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari hans og Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari 2. flokks KR, verður einnig hluti af þjálfarateyminu. Bjarni gekk í raðir KR sem leikmaður um mitt tímabil 2008 og lék með liðinu þar til hann lagði skóna á hilluna haustið 2013. Hans síðasta verk með KR var að lyfta Íslandsmeistarabikarnum sem fyrirliði liðsins. Hann yfirgaf KR og gerðist þjálfari Fram sem kunnugt er. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deild karla og hann hætti að tímabilinu loknu. Bjarni, sem er aðeins 35 ára gamall, óttaðist þó ekki að hann væri að taka að sér of stórt verkefni svo snemma á þjálfaraferlinum. „Alls ekki. Annars stæði ég ekki hér,“ sagði Bjarni eftir að hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ég vona bara að þetta er upphafið á farsælu samstarfi okkar hér í vesturbænum.“ „Ég er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri og ég geri mér fulla grein fyrir stærð verkefnisins. Ég kem til með að leggja allt sem ég á undir og fara af fullum krafti í þetta. Ég er líka með góða menn með mér - Gumma og Óskar Hrafn. Þar að auki er gott fólk í baklandinu í KR og hér leggjast allir á eitt í því að hér verði gott lið sem getur náð árangri.“ Hann segist ekki hafa staldrað við þegar hann fékk tilboð um að gerast þjálfari KR. „Þegar það kom í ljós að Rúnar ætlaði að hætta þá fannst mér bara einn maður koma til greina í starfið,“ sagði hann og játti því að þar ætti hann við sig sjálfan. Það gekk á ýmsu hjá Fram í sumar en liðið varð að sætta sig að lokum við fall. „Hjá Fram fékk ég fyrst og fremst reynslu af því að eiga við leikmannahóp og þjálfa lið. Það er reynsla sem maður þarf á að halda,“ segir hann og bætir við: „Annars tel ég að það sé ekki sanngjarnt að líkja því saman að þjálfa Fram annars vegar og KR hins vegar. En tíminn mun einn leiða í ljós hvað verður en ég trúi því að þetta muni ganga vel.“ Sem fyrr segir er ekki langt síðan að Bjarni spilaði sjálfur með mörgum þeirra leikmanna sem hann mun nú þjálfa. Hann óttast ekki að það muni valda einhverjum árekstrum. „Alls ekki. Nánast allir leikmenn KR eru mjög góðir leikmenn, hæfileikaríkir og með skýr markmið. Þeir eru í KR til að ná árangri og gera sér grein fyrir hvað þarf til þess. Titlarnir sem liðið hefur unnið síðustu fjögur árin sanna það.“ Hann á von á því að einhverjar breytingar verði á leikmannahópi KR. „Guðmundur Reynir [Gunnarsson] er hættur og Kjartan Henry [Finnbogason] fór út. Það er svo ekki útséð með það hvort að fleiri leikmenn fái tækifæri úti en ljóst er að einhverjar breytingar verða og við munum taka á því þegar við vitum meira.“ Bjarni segir að sér líði vel í vesturbænum - eins og að hann sé kominn heim. „Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel og það er frábært að koma aftur. Ég er stoltur og ánægður.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari KR Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari. Tvær hetjur snúa heim í Vesturbæinn. 28. október 2014 17:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti