Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 18:45 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. „Markmiðið fyrir keppnina var alltaf að taka sex stig í þessum tveimur leikjum en ef að við eigum að vera sanngjarnir þá hefði fjögur stig verið mjög gott. Við áttum frábæran leik á móti Tyrkjum og svo var þetta svona skyldusigur úti á móti Lettunum síðast. Það væri frábært ef að við myndum ná í að minnsta kosti eitt stig á móti Hollendingunum á mánudaginn (morgun)," sagði Gylfi þegar hann hitti blaðamann á Hótel Nordica í dag. Gylfi býst við allt öðrum leik heldur en á móti Lettlandi þar sem íslenska liðið var með boltann nær allan tímann. „Þessi leikur mun eflaust snúast alveg við frá því í leiknum á móti Lettunum. Við eigum eftir að vera þéttir til baka en við ætlum samt að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því," sagði Gylfi. Íslenska liðið hefur fengið sex stig af sex mögulegum og er ekki ennþá búið að fá á sig mark eftir tvo leiki í undankeppni EM. „Allt liðið fær hrós fyrir það hvernig við erum búnir að verjast. Við erum mjög skipulagðir varnarlega og svo vörnin búin að standa fyrir sínu enda búnir að skalla allt frá og hreinsa allt í burtu. Þeir eiga því mikið lof skilið," sagði Gylfi. Framundan er leikur við Holland fyrir framan troðfullar stúkur á Laugardalsvellinum. „Það er búið að vera fullt á Laugardalsvellinum síðustu fimm til sex leikjum og það er mjög mikil stemning á vellinum og áhuginn á landinu fyrir landsliðinu er líka á mikill uppleið og það er mjög jákvætt," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. „Markmiðið fyrir keppnina var alltaf að taka sex stig í þessum tveimur leikjum en ef að við eigum að vera sanngjarnir þá hefði fjögur stig verið mjög gott. Við áttum frábæran leik á móti Tyrkjum og svo var þetta svona skyldusigur úti á móti Lettunum síðast. Það væri frábært ef að við myndum ná í að minnsta kosti eitt stig á móti Hollendingunum á mánudaginn (morgun)," sagði Gylfi þegar hann hitti blaðamann á Hótel Nordica í dag. Gylfi býst við allt öðrum leik heldur en á móti Lettlandi þar sem íslenska liðið var með boltann nær allan tímann. „Þessi leikur mun eflaust snúast alveg við frá því í leiknum á móti Lettunum. Við eigum eftir að vera þéttir til baka en við ætlum samt að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því," sagði Gylfi. Íslenska liðið hefur fengið sex stig af sex mögulegum og er ekki ennþá búið að fá á sig mark eftir tvo leiki í undankeppni EM. „Allt liðið fær hrós fyrir það hvernig við erum búnir að verjast. Við erum mjög skipulagðir varnarlega og svo vörnin búin að standa fyrir sínu enda búnir að skalla allt frá og hreinsa allt í burtu. Þeir eiga því mikið lof skilið," sagði Gylfi. Framundan er leikur við Holland fyrir framan troðfullar stúkur á Laugardalsvellinum. „Það er búið að vera fullt á Laugardalsvellinum síðustu fimm til sex leikjum og það er mjög mikil stemning á vellinum og áhuginn á landinu fyrir landsliðinu er líka á mikill uppleið og það er mjög jákvætt," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30
Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15
Gylfi betri í dag en í gær Meiri líkur á að Gylfi spili gegn Hollandi á mánudag. 11. október 2014 11:30
Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12
Gylfi tileinkaði Emil og fjölskyldu hans sigurinn Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, tileinkaði sigurinn á Lettum í kvöld samherja sínum Emil Hallfreðssyni og fjölskyldu hans. 10. október 2014 23:18
Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05