Elmar: Hrikalega gaman að koma heim og spila fyrir framan fullan völl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Theódór Elmar Bjarnason. Vísir/Getty Theódór Elmar Bjarnason hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta með frábærri frammistöðu í sigurleikjunum á móti Tyrklandi og Lettlandi. Framundan er leikur gegn Hollendingum í kvöld. „Það er fiðringur í manni. Við erum að fara spila landsleik á heimavelli og það verður fullur völlur. Það er alltaf hrikalega gaman að koma heim og spila fyrir framan fullan völl," sagði Theódór Elmar Bjarnason þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli landsliðsins í gær. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu. Ég átti mjög góðan leik á móti Tyrkjum og mjög fínan leik á móti Lettum. Ég er sáttur við mitt framlag en ég vil auðvitað spila ennþá betur og gera ennþá betur en við höfum gert hingað til. Ég og strákarnir bíðum við spenntir eftir morgundeginum (deginum í dag)," sagði Theódór Elmar. „Ég er ekkert vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðruvísi fókus. Þarna er maður að einbeita sér meira að varnarleiknum en ég er vanur. Það hefur gengið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leiðbeint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast," sagði Theódór Elmar. Íslenska liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og markatala liðsins er 6-0 eftir tvo leiki. „Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Það eru ekki bara við í vörninni heldur nær alveg til framherjanna sem eru búnir að hlaupa þvílíkt marga kílómetra. Vörnin byrjar þar og varnarleikurinn er búinn að ganga vel hjá okkur sem ein liðsheild. Þar kemur sterkt inn taktíkin og leikskipulagið sem þjálfararnir leggja upp. Það er mikilvægt að allir eru að kaupa það sem þeir leggja upp," sagði Theódór Elmar. Theódór Elmar er venjulega miðjumaður með liði sínu og hann fær mikið að taka þátt í sókninni hjá þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Ég er búinn að vera fullt með boltann í þessum leikjum. Ég er sáttur með að fá mínútur og mun alltaf leggja mig hundrað prósent fram," sagði Theódór Elmar. „Það má alveg búast við öðruvísi leik á móti Hollandi en í hinum tveimur. Við þurfum væntanlega að vera þolinmóðir þegar þeir eru með boltann. Við vitum það alveg að þeir geta spilað sig út pressu en þjálfararnir okkar eru búnir að gefa okkur nokkra punkta," sagði Theódór Elmar og bætir við. „Ef við hittum á toppleik þá getum við náð úrslitum eins og við gerum á móti Tyrkjum." „Við erum búnir að fá sex stig úr út tveimur fyrstu leikjunum og erum á heimavelli. Við gerum þá kröfu á okkur að við séum líka aðeins að sækja þótt að þetta sé Holland. Þeir eru með mann eins og Robben á kantinum sem er mjög "direct" og ef við missum boltann þá þurfum við að vera fljótir að valda fyrir hvern annan. Þetta er lið með það góða leikmenn að þeir refsa manni ef að maður gerir mistök," sagði Theódór Elmar. „Ef við verjumst sem lið eins og við höfum verið að gera þá ættum við að geta stöðvað þessar skyndisóknir. Við þurfum líka að gera eitthvað fram á við líka því við stefnum ekki á 0-0 jafntefli á heimavelli. Við viljum sækja sigurinn þótt að það verði erfitt. Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi," sagði Theódór Elmar. „Þessi sex stig eru komin í hús og það tekur þau enginn af okkur. Það sem við þurfum að gera núna er að vera skynsamir. Þegar maður fer inn i svona mót þá hugsar maður um að vinna heimaleikina og ná einhverjum jafnteflum á útivelli sem ætti að skila manni áfram. Ef verðum skynsamir á morgun og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum," sagði Theódór Elmar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta með frábærri frammistöðu í sigurleikjunum á móti Tyrklandi og Lettlandi. Framundan er leikur gegn Hollendingum í kvöld. „Það er fiðringur í manni. Við erum að fara spila landsleik á heimavelli og það verður fullur völlur. Það er alltaf hrikalega gaman að koma heim og spila fyrir framan fullan völl," sagði Theódór Elmar Bjarnason þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli landsliðsins í gær. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu. Ég átti mjög góðan leik á móti Tyrkjum og mjög fínan leik á móti Lettum. Ég er sáttur við mitt framlag en ég vil auðvitað spila ennþá betur og gera ennþá betur en við höfum gert hingað til. Ég og strákarnir bíðum við spenntir eftir morgundeginum (deginum í dag)," sagði Theódór Elmar. „Ég er ekkert vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðruvísi fókus. Þarna er maður að einbeita sér meira að varnarleiknum en ég er vanur. Það hefur gengið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leiðbeint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast," sagði Theódór Elmar. Íslenska liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og markatala liðsins er 6-0 eftir tvo leiki. „Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Það eru ekki bara við í vörninni heldur nær alveg til framherjanna sem eru búnir að hlaupa þvílíkt marga kílómetra. Vörnin byrjar þar og varnarleikurinn er búinn að ganga vel hjá okkur sem ein liðsheild. Þar kemur sterkt inn taktíkin og leikskipulagið sem þjálfararnir leggja upp. Það er mikilvægt að allir eru að kaupa það sem þeir leggja upp," sagði Theódór Elmar. Theódór Elmar er venjulega miðjumaður með liði sínu og hann fær mikið að taka þátt í sókninni hjá þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Ég er búinn að vera fullt með boltann í þessum leikjum. Ég er sáttur með að fá mínútur og mun alltaf leggja mig hundrað prósent fram," sagði Theódór Elmar. „Það má alveg búast við öðruvísi leik á móti Hollandi en í hinum tveimur. Við þurfum væntanlega að vera þolinmóðir þegar þeir eru með boltann. Við vitum það alveg að þeir geta spilað sig út pressu en þjálfararnir okkar eru búnir að gefa okkur nokkra punkta," sagði Theódór Elmar og bætir við. „Ef við hittum á toppleik þá getum við náð úrslitum eins og við gerum á móti Tyrkjum." „Við erum búnir að fá sex stig úr út tveimur fyrstu leikjunum og erum á heimavelli. Við gerum þá kröfu á okkur að við séum líka aðeins að sækja þótt að þetta sé Holland. Þeir eru með mann eins og Robben á kantinum sem er mjög "direct" og ef við missum boltann þá þurfum við að vera fljótir að valda fyrir hvern annan. Þetta er lið með það góða leikmenn að þeir refsa manni ef að maður gerir mistök," sagði Theódór Elmar. „Ef við verjumst sem lið eins og við höfum verið að gera þá ættum við að geta stöðvað þessar skyndisóknir. Við þurfum líka að gera eitthvað fram á við líka því við stefnum ekki á 0-0 jafntefli á heimavelli. Við viljum sækja sigurinn þótt að það verði erfitt. Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi," sagði Theódór Elmar. „Þessi sex stig eru komin í hús og það tekur þau enginn af okkur. Það sem við þurfum að gera núna er að vera skynsamir. Þegar maður fer inn i svona mót þá hugsar maður um að vinna heimaleikina og ná einhverjum jafnteflum á útivelli sem ætti að skila manni áfram. Ef verðum skynsamir á morgun og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum," sagði Theódór Elmar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira