Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 10:53 Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“ Eurovision Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“
Eurovision Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira