Kirkjan og Kristsdagur Sunna Dóra Möller og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 2. október 2014 15:22 Viðbrögð við hinum umdeildu hátíðum Friðrikskapelluhópsins svokallaða, Hátíð Vonar og Kristsdeginum, hafa verið hörð og hafa margir lýst áhyggjum sínum af þeirri vegferð sem Þjóðkirkjan er á í því samhengi. Við sem þennan pistil ritum deilum áhyggjum þeirra sem telja Þjóðkirkjuna ekki hafa átt að taka með beinum hætti þátt í þessum viðburðum og óttumst afleiðingar þess að leggja nafn sitt við boðun sem byggir á biblíufestu á borð við þá sem finna má á heimasíðu viðburðarins (kristsdagur.is). Áhyggjur okkar snúast um þann stuðning sem þátttaka í þessum viðburðum felur í sér við þá hugmyndafræði sem er kynnt á heimasíðu hópsins. Bænaskjalið sjálft er einungis ein birtingarmynd þeirra áherslna en þar er eins og áður hefur verið orðað, stutt við íhaldssemi í siðferðisefnum með tilvitnunum í biblíugreinar að hætti bókstafshyggjumanna. Þó hópurinn samanstandi af fólki úr ýmsum frjálsum söfnuðum, auk Þjóðkirkjunnar, er því lýst á heimasíðunni að hugmyndafræðin sé sótt til klausturhreyfingar í Darmstadt í Þýskalandi. Hreyfing þessi, Maríusystur, boðar yfirvofandi heimsslit og útvalningu Ísraelsþjóðarinnar en þættir gerðir af hreyfingunni hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðinni Omega um árabil. Fyrirmynd Kristsdagsins er síðan samkvæmt heimasíðunni viðburður sem einstaklingum úr hópnum var boðið á í Sviss 2010 og var haldinn á vegum samtaka sem ber heitið Campus Crusade for Christ (Cru). Krossferðir þessar eru af meiði amerísks evangelisma að hætti Franklin Graham, og voru stofnaðar af hjónunum Bill og Vonette Bright. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir benti í Speglinum á Rás 1 (30. september) réttilega á að þátttaka Þjóðkirkjunnar í þessum viðburðum sé ,,ruglandi fyrir þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum og áratugum í starfi Þjóðkirkjunnar” fyrir auknum réttindum hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðina alla að ekki sé teflt í tvísýnu með þann árangur. Sé aðkomu kirkjunnar að þessum viðburðum ætlað að mæta þeirri krísu sem hún hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum, er ljóst að það hefur mistekist. Ef Þjóðkirkjan leyfir sér að sýna stuðning við sértrúaráherslur á borð við þær sem Franklin Graham og Cru halda á lofti, gerir hún það á kostnað trúverðugleika síns sem frjálslynd Þjóðkirkja. Prestar þjóðkirkjunnar eru, líkt og í sambærilegum kirkjudeildum Evrópu, háskólamenntaðir sjálfstæðir kennimenn sem takast á við trúarhefðina, kirkjuna og samfélagið í boðun sinni. Þar liggur styrkleiki þjóðkirkjunnar og veikleiki hennar. Prestar kirkjunnar koma ekki fram sem talsmenn kennivalds, leiðtoga, eða algilds lesturs á ritningunni, heldur sem sjálfstæðir þjónar lútersku kirkjunnar. Um presta gilda siðareglur, eins og aðrar fagstéttir, en túlkun þeirra og boðun byggir á köllun til þjónustu, sem er studd af akademísku námi og faglegum vinnubrögðum. Greinarhöfundur í Fréttablaðinu 1. október, Stefnir Snorrason, furðar sig á því að prestar Þjóðkirkjunnar ,,virðast varla geta komið sér saman um hverju eigi að trúa, eða hvernig á að biðja og um hvað, þjóðinni til heilla”. Ástæða þess er sú að prestar eru ekki bundnir af þeirri biblíufestu sem einkennir boðun amerískra evangelista heldur eru með orðum Lúters bundnir fyrst og fremst af eigin samvisku. Samviska okkar getur ekki í nafni samkirkjulegra sjónarmiða eða fjölmenningarraka umborið boðun sem beitir Biblíunni sem valdatæki. Amerískur evangelismi hefur skilað gríðarlegum árangri í fé og fylgismönnum, en árangur þeirra er á kostnað réttinda kvenna og hinsegin fólks og boðun þeirra ber með sér algild svör sem ekki má gagnrýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45 Að beita fyrir sig bæn Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er "að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. 30. september 2014 08:54 Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21 Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við hinum umdeildu hátíðum Friðrikskapelluhópsins svokallaða, Hátíð Vonar og Kristsdeginum, hafa verið hörð og hafa margir lýst áhyggjum sínum af þeirri vegferð sem Þjóðkirkjan er á í því samhengi. Við sem þennan pistil ritum deilum áhyggjum þeirra sem telja Þjóðkirkjuna ekki hafa átt að taka með beinum hætti þátt í þessum viðburðum og óttumst afleiðingar þess að leggja nafn sitt við boðun sem byggir á biblíufestu á borð við þá sem finna má á heimasíðu viðburðarins (kristsdagur.is). Áhyggjur okkar snúast um þann stuðning sem þátttaka í þessum viðburðum felur í sér við þá hugmyndafræði sem er kynnt á heimasíðu hópsins. Bænaskjalið sjálft er einungis ein birtingarmynd þeirra áherslna en þar er eins og áður hefur verið orðað, stutt við íhaldssemi í siðferðisefnum með tilvitnunum í biblíugreinar að hætti bókstafshyggjumanna. Þó hópurinn samanstandi af fólki úr ýmsum frjálsum söfnuðum, auk Þjóðkirkjunnar, er því lýst á heimasíðunni að hugmyndafræðin sé sótt til klausturhreyfingar í Darmstadt í Þýskalandi. Hreyfing þessi, Maríusystur, boðar yfirvofandi heimsslit og útvalningu Ísraelsþjóðarinnar en þættir gerðir af hreyfingunni hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðinni Omega um árabil. Fyrirmynd Kristsdagsins er síðan samkvæmt heimasíðunni viðburður sem einstaklingum úr hópnum var boðið á í Sviss 2010 og var haldinn á vegum samtaka sem ber heitið Campus Crusade for Christ (Cru). Krossferðir þessar eru af meiði amerísks evangelisma að hætti Franklin Graham, og voru stofnaðar af hjónunum Bill og Vonette Bright. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir benti í Speglinum á Rás 1 (30. september) réttilega á að þátttaka Þjóðkirkjunnar í þessum viðburðum sé ,,ruglandi fyrir þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum og áratugum í starfi Þjóðkirkjunnar” fyrir auknum réttindum hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðina alla að ekki sé teflt í tvísýnu með þann árangur. Sé aðkomu kirkjunnar að þessum viðburðum ætlað að mæta þeirri krísu sem hún hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum, er ljóst að það hefur mistekist. Ef Þjóðkirkjan leyfir sér að sýna stuðning við sértrúaráherslur á borð við þær sem Franklin Graham og Cru halda á lofti, gerir hún það á kostnað trúverðugleika síns sem frjálslynd Þjóðkirkja. Prestar þjóðkirkjunnar eru, líkt og í sambærilegum kirkjudeildum Evrópu, háskólamenntaðir sjálfstæðir kennimenn sem takast á við trúarhefðina, kirkjuna og samfélagið í boðun sinni. Þar liggur styrkleiki þjóðkirkjunnar og veikleiki hennar. Prestar kirkjunnar koma ekki fram sem talsmenn kennivalds, leiðtoga, eða algilds lesturs á ritningunni, heldur sem sjálfstæðir þjónar lútersku kirkjunnar. Um presta gilda siðareglur, eins og aðrar fagstéttir, en túlkun þeirra og boðun byggir á köllun til þjónustu, sem er studd af akademísku námi og faglegum vinnubrögðum. Greinarhöfundur í Fréttablaðinu 1. október, Stefnir Snorrason, furðar sig á því að prestar Þjóðkirkjunnar ,,virðast varla geta komið sér saman um hverju eigi að trúa, eða hvernig á að biðja og um hvað, þjóðinni til heilla”. Ástæða þess er sú að prestar eru ekki bundnir af þeirri biblíufestu sem einkennir boðun amerískra evangelista heldur eru með orðum Lúters bundnir fyrst og fremst af eigin samvisku. Samviska okkar getur ekki í nafni samkirkjulegra sjónarmiða eða fjölmenningarraka umborið boðun sem beitir Biblíunni sem valdatæki. Amerískur evangelismi hefur skilað gríðarlegum árangri í fé og fylgismönnum, en árangur þeirra er á kostnað réttinda kvenna og hinsegin fólks og boðun þeirra ber með sér algild svör sem ekki má gagnrýna.
Þjóðkirkjuprestar undrast bæn um fóstureyðingar Bænaskrá sem gefin var út fyrir Kristsdag sem haldinn var í Hörpu vakti undrun. Í einni bæninni var beðið fyrir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga. Þjóðkirkjuprestur segir sláandi að verið sé að opna slíkt samtal. 29. september 2014 08:45
Að beita fyrir sig bæn Um liðna helgi blés sami hópur og fyrir ári hélt Hátíð vonar til hátíðarhalda, nú undir merkjunum Kristsdagur. Markmið þessa dags er "að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinist í bæn fyrir landi og þjóð“. 30. september 2014 08:54
Biskup vissi ekki um bænaskrá Verkefnastjóri Biskupsstofu segir af og frá að þjóðkirkjan sé að kalla eftir breyttum viðhorfum til fóstureyðinga í samræmi við bænaskrá sem var gefin út fyrir Kristsdag. Biskup Íslands tók þátt í samkomunni en var ekki kunnugt um þessa bænaskrá. 29. september 2014 15:21
Bænaskrá Kristsdags: Vilja breytt viðhorf til fóstureyðinga Beðið er um vitra stjórnmálamenn, að Gídeonfélagar fái að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið og breytt viðhorf til fóstureyðinga á Kristsdeginum sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu í dag. 27. september 2014 15:15
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar