Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2014 17:06 "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ „Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
„Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22