Banabiti bóksölu? Stjórnarmaðurinn skrifar 8. október 2014 08:59 Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. Stjórnarmanninum hefur fundist athyglisvert að fylgjast með dómsdagsspám rithöfunda, útgefenda og bóksala um áhrif hækkunarinnar. Sala bóka er þó töluvert fyrirferðarminni í þjóðhagsreikningum Íslands en sala á matvöru, en viðbrögðin frá þessum hagsmunaaðilum hafa síst verið lágværari. Þeir hafa áhyggjur af því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni minnka sölu bókmennta hérlendis. Þessar áhyggjur eru eðlilegar enda myndi minni sala á bókmenntum hafa bein áhrif á tekjur þeirra sjálfra. Rökin sem þeir beita gegn hækkuninni eru þó önnur. Hallgrímur Helgason benti á að bransinn er í mjög viðkvæmu jafnvægi sem hækkunin gæti hæglega raskað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lesa má af orðum Hallgríms að hann telji bókaútgáfu geta lagst af ef fram fer sem horfir. Andri Snær Magnason telur að hækkunin geti haft áhrif á eftirspurn eftir bókum, sér í lagi hjá ungu fólki, með alvarlegum afleiðingum fyrir læsi þess. Rök Hallgríms og Andra halda þó ekki. Ekkert orsakasamband er á milli útgefinna bóka á Íslandi og virðisauka hverju sinni. Þetta er hægt að gaumgæfa á vef Hagstofu. Aðrar markaðsaðstæður, svo sem stærð markhóps og fjöldi útgefinna titla, hafa töluvert meiri áhrif á verðlag bóka og þar af leiðandi eftirspurn. Þetta sést greinilega þegar verð bóka án virðisauka er borið saman við önnur lönd. Stjórnarmaðurinn er einhuga fylgjandi breytingunum. Það er hann þrátt fyrir að vera almennt séð ekki sérlega hrifinn af skattahækkunum og þrátt fyrir að vera sólginn í reyfara, sem hann les til jafns við ársreikninga og hagtölur. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu eru nauðsynlegar. Ógagnsæjum vörugjöldum er skipt út fyrir eitt skattþrep og undanþágum til sérhagsmunaaðila eytt. Auðvitað er erfitt að kyngja þessum breytingum fyrir þá sem verða fyrir þeim, en einfaldara kerfi með skilvirkari verðmyndun og meiri samkeppni er hagur okkar allra. Stjórnarmaðurinn hnaut um auglýsingu er hann vafraði um Facebook yfir kaffinu. Fyrirsögn auglýsingarinnar var Rýmingarsala á rafbókum! Fyrir hverju átti að rýma er erfitt að segja, enda ólíklegt að rafbækurnar taki mikið pláss í hillum þessa ágæta bóksala. Stjórnarmaðurinn var þó ekki lengi að skella sér á eintak, enda 1.490 kr. fyrir Arnald gjöf en ekki gjald.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. Stjórnarmanninum hefur fundist athyglisvert að fylgjast með dómsdagsspám rithöfunda, útgefenda og bóksala um áhrif hækkunarinnar. Sala bóka er þó töluvert fyrirferðarminni í þjóðhagsreikningum Íslands en sala á matvöru, en viðbrögðin frá þessum hagsmunaaðilum hafa síst verið lágværari. Þeir hafa áhyggjur af því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni minnka sölu bókmennta hérlendis. Þessar áhyggjur eru eðlilegar enda myndi minni sala á bókmenntum hafa bein áhrif á tekjur þeirra sjálfra. Rökin sem þeir beita gegn hækkuninni eru þó önnur. Hallgrímur Helgason benti á að bransinn er í mjög viðkvæmu jafnvægi sem hækkunin gæti hæglega raskað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lesa má af orðum Hallgríms að hann telji bókaútgáfu geta lagst af ef fram fer sem horfir. Andri Snær Magnason telur að hækkunin geti haft áhrif á eftirspurn eftir bókum, sér í lagi hjá ungu fólki, með alvarlegum afleiðingum fyrir læsi þess. Rök Hallgríms og Andra halda þó ekki. Ekkert orsakasamband er á milli útgefinna bóka á Íslandi og virðisauka hverju sinni. Þetta er hægt að gaumgæfa á vef Hagstofu. Aðrar markaðsaðstæður, svo sem stærð markhóps og fjöldi útgefinna titla, hafa töluvert meiri áhrif á verðlag bóka og þar af leiðandi eftirspurn. Þetta sést greinilega þegar verð bóka án virðisauka er borið saman við önnur lönd. Stjórnarmaðurinn er einhuga fylgjandi breytingunum. Það er hann þrátt fyrir að vera almennt séð ekki sérlega hrifinn af skattahækkunum og þrátt fyrir að vera sólginn í reyfara, sem hann les til jafns við ársreikninga og hagtölur. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu eru nauðsynlegar. Ógagnsæjum vörugjöldum er skipt út fyrir eitt skattþrep og undanþágum til sérhagsmunaaðila eytt. Auðvitað er erfitt að kyngja þessum breytingum fyrir þá sem verða fyrir þeim, en einfaldara kerfi með skilvirkari verðmyndun og meiri samkeppni er hagur okkar allra. Stjórnarmaðurinn hnaut um auglýsingu er hann vafraði um Facebook yfir kaffinu. Fyrirsögn auglýsingarinnar var Rýmingarsala á rafbókum! Fyrir hverju átti að rýma er erfitt að segja, enda ólíklegt að rafbækurnar taki mikið pláss í hillum þessa ágæta bóksala. Stjórnarmaðurinn var þó ekki lengi að skella sér á eintak, enda 1.490 kr. fyrir Arnald gjöf en ekki gjald.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00
Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00