Íslenska undir 19 ára landslið karla í fótbolta þurfti að sætta sig við 7-3 tap á móti Tyrkjum í gær í fyrsta leiknum í sínum riðli í undankeppni EM.
Albert Guðmundsson, Samúel Kári Friðjónsson og Alexander Helgi Sigurðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum. Albert og Samúel Kári lögðu líka báðir upp mark í leiknum.
Enes Ünal skoraði fernu fyrir tyrkneska liðið en hann er 17 ára og leikmaður Bursaspor í Tyrklandi.
Albert kom íslenska liðinu í 1-0 á 17. mínútu og Samúel Kári jafnaði metin í 2-2 á 39. mínútu eftir sendingu frá Alberti. Tyrkir komust síðan í 5-2 áður en Alexander minnkaði muninn á 90. mínútu. Tyrkir skoruðu síðan sjöunda markið í uppbótartíma.
Ísland er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Eistlandi. Króatía vann 1-0 sigur á Eistlandi í fyrsta leik liðanna og eru því Króatía og Tyrkland með 3 stig eftir fyrstu leikina. Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu á morgun.
Nítján ára landsliðið fékk á sig sjö mörk
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn



