Ráðherra talar tungum tveim Egill Þór Jónsson skrifar 9. október 2014 07:00 Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar