Þrotabúi IceCapital dæmdar yfir 500 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. október 2014 07:00 Þrotabúið fær röskar 500 milljónir. Þrotabú IceCapital, sem áður hét Sund og var í eigu fjölskyldu Óla í Olís, hefur fengið dæmdar um 520 milljónir króna vegna riftunar á ýmsum gerningum sem fram fóru haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Átta dómar vegna riftunarmála voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag í síðustu viku þessa efnis. Hæsta einstaka upphæðin er 120 milljónir króna sem þrotabúið fær greiddar vegna riftunar á kaupsamningi um sölu IceCapital til NF Holding á 66% hlut í Norðurflugi þann 12. desember 2008 en hluturinn var siðar seldur eignarhaldsfélaginu Puma. Þrotabúið byggði riftunarkröfu sína aðallega á því að salan á hlutafé stefnanda til stefnda NF Holding ehf. hafi verið gjafagerningur sem væri riftanlegur. Héraðsdómur féllst á þann málatilbúnað. Einnig var rift kaupsamningi milli þrotabús IceCapital ehf., og Jóns Kristjánssonar, þáverandi stjórnarformanns IceCapital og stjórnarmanns í BYR sparisjóði, sem gerður var 4. nóvember 2008 um kaup IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur, en dómurinn segir að bréfin hafi verið verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Einnig var rift kaupum IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur af Páli Þór Magnússyni, sem var framkvæmdastjóri IceCapital. Þá var rift er arðgreiðslu til Páls Þórs Magnússonar, að fjárhæð 31.798.642 krónur sem greidd var 9. október 2008. Dómurinn segir ekki fara á milli mála að frá og með 6. október 2008 hafi stefnandi verið orðinn ógjaldfær. Einnig er rift arðgreiðslum til Gunnþórunnar Jónsdóttur, að fjárhæð samtals 38.144.786 krónur og launagreiðslum að fjárhæð 5.632.049 krónur.Þessar upphæðir eru þó ekki nema brot af því sem IceCapital skuldaði við bankahrun en talið var að skuldirnar við islensku bankana væru 64 milljarðar króna. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þrotabú IceCapital, sem áður hét Sund og var í eigu fjölskyldu Óla í Olís, hefur fengið dæmdar um 520 milljónir króna vegna riftunar á ýmsum gerningum sem fram fóru haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Átta dómar vegna riftunarmála voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag í síðustu viku þessa efnis. Hæsta einstaka upphæðin er 120 milljónir króna sem þrotabúið fær greiddar vegna riftunar á kaupsamningi um sölu IceCapital til NF Holding á 66% hlut í Norðurflugi þann 12. desember 2008 en hluturinn var siðar seldur eignarhaldsfélaginu Puma. Þrotabúið byggði riftunarkröfu sína aðallega á því að salan á hlutafé stefnanda til stefnda NF Holding ehf. hafi verið gjafagerningur sem væri riftanlegur. Héraðsdómur féllst á þann málatilbúnað. Einnig var rift kaupsamningi milli þrotabús IceCapital ehf., og Jóns Kristjánssonar, þáverandi stjórnarformanns IceCapital og stjórnarmanns í BYR sparisjóði, sem gerður var 4. nóvember 2008 um kaup IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur, en dómurinn segir að bréfin hafi verið verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Einnig var rift kaupum IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur af Páli Þór Magnússyni, sem var framkvæmdastjóri IceCapital. Þá var rift er arðgreiðslu til Páls Þórs Magnússonar, að fjárhæð 31.798.642 krónur sem greidd var 9. október 2008. Dómurinn segir ekki fara á milli mála að frá og með 6. október 2008 hafi stefnandi verið orðinn ógjaldfær. Einnig er rift arðgreiðslum til Gunnþórunnar Jónsdóttur, að fjárhæð samtals 38.144.786 krónur og launagreiðslum að fjárhæð 5.632.049 krónur.Þessar upphæðir eru þó ekki nema brot af því sem IceCapital skuldaði við bankahrun en talið var að skuldirnar við islensku bankana væru 64 milljarðar króna.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira