Íslenski boltinn

Barist á toppi og botni

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH og KR verða í eldlínunni í dag.
FH og KR verða í eldlínunni í dag. Vísir/Stefán
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en þar er botn- og toppbaráttan í algleymingi. Leikurinn Fjölnis og Stjörnunnar er í beinni á Stöð 2 Sport.

FH, sem er í bílstjórasætinu, fær Framara í heimsókn sem eru í mikilli fallbaráttu. FH er á toppnum með 45 stig, en Fram er í ellefta sæti með átján stig, stigi frá öruggu sæti.

Fallnir Þórsarar mæta á Vodafonevöllinn, en Valsmenn eru í mikilli baráttu við Víking um Evrópusæti. Víkingur hefur fimm stiga forystu á Val, en Víkingar mæta Breiðablik á Kópavogsvelli. Breiðablik sem hefur gert tólf jafntefli í sumar, eru ekki enn hólpnir, en afar litlar líkur eru á því að Kópavogsliðið fari niður um deild.

KR og ÍBV mætast á KR-velli, en leikirnir milli þessara liða hafa alltaf verið skemmtilegir. ÍBV er ekki enn búið að kveðja falldrauginn, en KR er í þriðja sætinu með 36 stig.

Það er mikið undir á Fjölnisvelli þar sem Stjörnumenn mæta í heimsókn. Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og FH, en lakari markatölu. Fjölnir sem vann Fram í síðasta leik er í níunda sæti deildarinnar með nítján stig, einu meira en Fram er sem er í tíunda.

Að lokum mætast Keflavík og Fylkir á Nettó-vellinum, en Fylkir hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum í seinni hluta deildarinnar á meðan Keflavík hefur ekki unnið síðan í 9.umferð eða þann 22. júní.

Allir leikir dagsins verða í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins, en Pepsi-mörkin verða á sínum stað klukkan 21:00 í kvöld.

Allir leikir dagsins:

16:00 FH - Fram (Kaplakrikavöllur)

16:00 Valur - Þór (Vodafonevöllurinn)

16:00 Breiðablik - Víkingur Reykjavík (Kópavogsvöllur)

16:00 KR - ÍBV (KR-völlur)

16:00 Fjölnir - Stjarnan (Fjölnisvöllur) - Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT

16:00 Keflavík - Fylkir (Nettóvöllurinn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×