Safnaði 400 þúsund krónum og náði markmiði sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2014 21:28 Brandur hefur stundað listsköpun sína í rúm þrjú ár. MYND/BRANDUR Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins. Bárðarbunga Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins.
Bárðarbunga Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira