Hraunið að verða stærra en úr Heklugosinu 1947 Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 10:15 Hraunflæðið frá eldstöðinni er á við rennsli Þjórsár. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá. Bárðarbunga Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
„Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá.
Bárðarbunga Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira