Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 14-28 | Haustslátrun í Mýrinni Henry Birgir Gunnarsson í Mýrinni skrifar 23. september 2014 10:56 Úr leiknum i kvöld. Vísir/Valli Grótta sýndi sparihliðarnar í Mýrinni í kvöld og kláraði Stjörnuna í raun á aðeins tíu mínútum. Stjarnan er með nokkuð breytt lið frá því í fyrra en Grótta hefur bætt við sig og er spáð deildarmeistaratitli á meðan Stjörnunni er spáð fjórða sæti. Byrjunin á leiknum var ótrúleg og í raun var leiknum lokið eftir tíu mínútur. Þá var staðan orðin 1-9 fyrir Gróttu og ekki líf í Stjörnuliðinu. Það var í raun með ólíkindum að þjálfarateymi Stjörnunnar hefði tekið leikhlé á þessum kafla í þeirri von að stöðva gestina. Íris Björk varði allt sem kom á Gróttumarkið og var þegar best lét með 83 prósent markvörslu sem er fáheyrt. Hún endaði hálfleikinn með fjóra varða bolta. Stjörnustúlkur tóku við sér um miðjan hálfleikinn en Grótta átti fínan lokakafla í hálfleiknum og leiddi með átta mörkum í leikhléi, 7-15. Grótta slakaði ekkert á klónni í síðari hálfleik og hélt áfram að bæta við forskot sitt. Það var ekki fyrr um miðjan seinni hálfleik, og munurinn var orðinn ellefu mörk, sem þjálfarar Gróttu fóru loksins að rúlla á fleiri varamönnum. Leikurinn fjaraði svo rólega út og Grótta landaði afar öruggum sigri svo ekki sé nú meira sagt. Flottur leikur hjá Gróttunni sem er með hörkulið og getur vel staðið undir þeim væntingum sem til liðsins eru gerðar. Íris Björk er greinilega í toppformi í markinu. Liðið spilar hraðan sóknarbolta og vörnin öflug með Önnu Úrsulu í broddi fylkingar. Þetta verður lærdómsríkur vetur hjá Stjörnustelpum sem verða ekki í titilbaráttu að þessu sinni. Það er nokkuð ljóst.Íris Björk: Get ekki sagt að ég sé í góðu formi "Það gekk allt upp hjá okkur í dag en ekkert hjá þeim. Ég kvarta ekkert yfir því," sagði brosmildur markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, en hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld. Varði 20 skot og var með 65 prósent markvörslu. "Við bjuggumst við hörkuleik hér í kvöld og ég sjálf var búin að vera drullustressuð fyrir þennan leik. Ég er því mjög glöð að þetta hafi gengið svona," sagði Íris en þrátt fyrir góðan leik segist hún ekki vera í nógu góðu formi. "Ég get ekki sagt að ég sé í góðu líkamlegu formi. Ég er samt að finna mig vel og ég get ekki lýst því hvað það er gott að hafa þessa vörn fyrir framan mig. Vörnin lokaði á þær þannig að þær gátu aðeins skotið í eitt horn. Þá var eftirleikurinn auðveldur." Grótta var liðið sem kom á óvart í fyrra en núna er liðinu spáð mikilli velgengni. Þær geta því ekki komið neinum á óvart núna. "Við reynum að láta þessa spá ekki hafa áhrif á okkur. Þetta er samt nýtt hlutverk sem við verðum að aðlagast. Okkur gekk stundum illa með liðin fyrir neðan okkur í fyrra. Nú reynir á okkur."Solveig: Erum ekki svona lélegar "Þetta var skelfileg frammistaða. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi," sagði reynsluboltinn í liði Stjörnunnar, Solveig Lára Kjærnested, hundfúl eftir leik. "Ég vil ekki meina að við séum svona lélegar en það leynir sér ekki að við eigum langt í land. Það er mikil vinna framundan en ég hélt kannski að við værum komnar lengra en svo er greinilega ekki." Það eru miklar breytingar á liði Stjörnunnar og ekkert útlit fyrir að Stjarnan berjist um titilinn í ár eins og síðustu ár. "Ekki eins og staðan er í dag en við höfum fram á vorið til þess að gera eitthvað í þessu. Ég vil meina að það búi miklu meira í þessu liði," sagði Solveig en henni finnst ekki gaman að fá skell. "Það er alltaf hundfúlt að fá skell. Sama hvort það er á heimavelli eða annars staðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Grótta sýndi sparihliðarnar í Mýrinni í kvöld og kláraði Stjörnuna í raun á aðeins tíu mínútum. Stjarnan er með nokkuð breytt lið frá því í fyrra en Grótta hefur bætt við sig og er spáð deildarmeistaratitli á meðan Stjörnunni er spáð fjórða sæti. Byrjunin á leiknum var ótrúleg og í raun var leiknum lokið eftir tíu mínútur. Þá var staðan orðin 1-9 fyrir Gróttu og ekki líf í Stjörnuliðinu. Það var í raun með ólíkindum að þjálfarateymi Stjörnunnar hefði tekið leikhlé á þessum kafla í þeirri von að stöðva gestina. Íris Björk varði allt sem kom á Gróttumarkið og var þegar best lét með 83 prósent markvörslu sem er fáheyrt. Hún endaði hálfleikinn með fjóra varða bolta. Stjörnustúlkur tóku við sér um miðjan hálfleikinn en Grótta átti fínan lokakafla í hálfleiknum og leiddi með átta mörkum í leikhléi, 7-15. Grótta slakaði ekkert á klónni í síðari hálfleik og hélt áfram að bæta við forskot sitt. Það var ekki fyrr um miðjan seinni hálfleik, og munurinn var orðinn ellefu mörk, sem þjálfarar Gróttu fóru loksins að rúlla á fleiri varamönnum. Leikurinn fjaraði svo rólega út og Grótta landaði afar öruggum sigri svo ekki sé nú meira sagt. Flottur leikur hjá Gróttunni sem er með hörkulið og getur vel staðið undir þeim væntingum sem til liðsins eru gerðar. Íris Björk er greinilega í toppformi í markinu. Liðið spilar hraðan sóknarbolta og vörnin öflug með Önnu Úrsulu í broddi fylkingar. Þetta verður lærdómsríkur vetur hjá Stjörnustelpum sem verða ekki í titilbaráttu að þessu sinni. Það er nokkuð ljóst.Íris Björk: Get ekki sagt að ég sé í góðu formi "Það gekk allt upp hjá okkur í dag en ekkert hjá þeim. Ég kvarta ekkert yfir því," sagði brosmildur markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir, en hún átti sannkallaðan stórleik í kvöld. Varði 20 skot og var með 65 prósent markvörslu. "Við bjuggumst við hörkuleik hér í kvöld og ég sjálf var búin að vera drullustressuð fyrir þennan leik. Ég er því mjög glöð að þetta hafi gengið svona," sagði Íris en þrátt fyrir góðan leik segist hún ekki vera í nógu góðu formi. "Ég get ekki sagt að ég sé í góðu líkamlegu formi. Ég er samt að finna mig vel og ég get ekki lýst því hvað það er gott að hafa þessa vörn fyrir framan mig. Vörnin lokaði á þær þannig að þær gátu aðeins skotið í eitt horn. Þá var eftirleikurinn auðveldur." Grótta var liðið sem kom á óvart í fyrra en núna er liðinu spáð mikilli velgengni. Þær geta því ekki komið neinum á óvart núna. "Við reynum að láta þessa spá ekki hafa áhrif á okkur. Þetta er samt nýtt hlutverk sem við verðum að aðlagast. Okkur gekk stundum illa með liðin fyrir neðan okkur í fyrra. Nú reynir á okkur."Solveig: Erum ekki svona lélegar "Þetta var skelfileg frammistaða. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi," sagði reynsluboltinn í liði Stjörnunnar, Solveig Lára Kjærnested, hundfúl eftir leik. "Ég vil ekki meina að við séum svona lélegar en það leynir sér ekki að við eigum langt í land. Það er mikil vinna framundan en ég hélt kannski að við værum komnar lengra en svo er greinilega ekki." Það eru miklar breytingar á liði Stjörnunnar og ekkert útlit fyrir að Stjarnan berjist um titilinn í ár eins og síðustu ár. "Ekki eins og staðan er í dag en við höfum fram á vorið til þess að gera eitthvað í þessu. Ég vil meina að það búi miklu meira í þessu liði," sagði Solveig en henni finnst ekki gaman að fá skell. "Það er alltaf hundfúlt að fá skell. Sama hvort það er á heimavelli eða annars staðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira