Harma hlut framhaldsskólanna í fjárlögum Benedikt Traustason og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 29. september 2014 14:08 Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun