Gosið í Holuhrauni gæti fjarað út eða staðið yfir nokkuð lengiVísir/Egill Aðalsteinsson
Mynd/JarðvísindastofnunÖskjusig sambærilegt því sem nú er hafið í Bárðarbungu hefur ekki orðið á Íslandi síðan Öskjuvatn myndaðist árið 1875. Sigið veldur því nokkurri óvissu um hvað getur gerst í jöklinum. Þetta kemur fram á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Vísindamenn Háskólans draga upp þrjár mismunandi sviðsmyndir sem geta orðið vegna öskjusigsins í Bárðarbungu. Í fyrsta lagi getur sigið einfaldlega hætt áður en það verður mjög mikið og gosið í Holuhrauni mun þá hætta smám saman.
Mynd/JarðvísindastofnunÍ öðru lagi getur öskjusigið haldið áfram. Það gæti orðið nokkur hundruð metrar og myndi gosið í Holuhrauni og/eða Dyngjujökli einnig halda áfram. Jarðvísindamenn telja að slíkt gos gæti staðið nokkuð lengi en ef gossprungan lengist til suðurs eða gos hefst á nýjum stað mætti búast við gjóskufalli og jökulhlaupum.
Mynd/JarðvísindastofnunÍ þriðja lagi getur öskjusigið haldið áfram og gos hafist í öskjunni í sjálfri í Bárðarbungu. Þar sem gosið væri undir jökli myndi það bræða mikinn ís og hleypa af stað miklu jökulhlaupi.
Ekki er hægt að segja til um það að á þessari stundu hvað verður enda staðan mjög óljós eins og stendur.