Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka forystu rússneska liðsins á morgun og æfðu í Rússlandi í dag.
Á leið sinni á æfingu dagsins óskaði rútubílstjórinn eftir því að leikmenn Hauka myndu aðstoða sig við að færa bifreið sem varð á vegi þeirra.
Haukar halda úti twitter síðu og á henni birtist þessi skemmtilega mynd sem má sjá hér að neðan þegar leikmenn liðsins búa sig undir að færa bílinn svo rútan komist leiðar sinnar.
Æfing dagsins byrjaði á lyftingum, Russian style pic.twitter.com/qGb0jdK5eq
— Haukar handbolti (@Haukarhandbolti) September 13, 2014