Gunnar Már: Verða vonandi fleiri en 214 áhorfendur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2014 16:00 Vísir/Stefán Fram og Fjölnir eigast við í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn gæti ráðið miklu um fallbaráttu deildarinnar. Þór féll í gær úr deildinni en aðeins sex stig skilja á milli næstu sex liða fyrir ofan. Neðstu liðin í þeim hópi eru Fram með átján stig og Fjölnir með sextán. Grafarvogsbúar eru því í fallsæti sem stendur en geta komist upp úr því með sigri í kvöld.Gunnar Már Guðmundsson, sem er oft kallaður „Herra Fjölnir“, segir að Fjölnismenn hafi beðið lengi eftir leiknum í kvöld en liðið lék síðast þann 31. ágúst, er Fjölnir steinlá fyrir FH, 4-0. „Að mínu mati er það algjör vitleysa að gera hlé á deildinni vegna landsleikja,“ sagði Gunnar Már um biðina löngu. „Við erum óþreyjufullir og spenntir fyrir leiknum.“ Gunnar segir að Fjölnismenn hafi oft spilað betur en úrlsit leikjanna hafa gefið til kynna. „Það þýðir þó ekkert að tala um það endalaust. Úrslitin þurfa að koma líka og við höfum nú þrjá leiki til að safna þeim stigum sem við þurfum.“ Hann vill varla hugsa það til enda ef að Fjölnismenn tapa leiknum í kvöld. „Staðan yrði virkilega slæm þá en við verðum bara að hugsa um einn leik í einu,“ segir Gunnar og fer ekki ofan af því að Fjölnismenn komu sér í þessa slæmu stöðu sjálfir. „Það er ekki boðlegt að vinna þrjá leiki af átján. Samt hafa verið fáir leikir í sumar þar sem við höfum verið yfirspilaðir en einn af þeim var gegn Fram í fyrri umferðinni. Við höfum því harma að hefna eftir þann leik.“ Framarar og Fjölnismenn hefur gengið ill að fá áhorfendur til að fjölmenna á leiki sína í sumar en Gunnar Már vonast til að það breytist í kvöld. „Ég hef heyrt af því að Framarar hafi farið í mikla söfnun og þá hef ég líka heyrt af áhuga Fjölnismanna á leiknum.“ „Það hverfur svo sem allt í stúkunni á Laugardalsvelli. En ég vona að við verðum fleiri en 214 áhorfendur á leiknum,“ og vísar til uppgefins áhorfendafjölda á leik Fjölnis og Keflavíkur í síðasta mánuði. Sú tala var reyndar leiðrétt á heimasíðu Fjölnis stuttu síðar en samkvæmt KSÍ.is voru 388 manns á leiknum. Fyrir fáeinum árum var mikil stemning í kringum Fjölni og fjölmennt á leikjum liðsins, sér í lagi þegar liðið lék í efstu deild árin 2008 og 2009. Gunnar segir erfitt að útskýra hvað hafi breyst. „Líklega hefur stuðningsmannahópurinn orðinn eldri. Margir hafa stofnað fjölskyldur og hafa ekki jafn mikinn tíma og áður. Þá er einnig stór kjarni úr þeim hópi í leikmannahópi liðsins í dag.“ „En maður spyr sig af hverju það eru svona fáir á vellinum þegar fjöldi fólks í hverfinu hefur alið upp sín börn í þessu íþróttafélagi undanfarna tvo áratugi. Þetta er viðkvæmt vandamál sem þarf að tækla á næstu árum. En það er líka ljóst að áhuginn eykst með velgengni og því er það einnig undir okkur komið að standa okkur.“ „Fyrst um sinn ætlum við þó að einbeita okkur að því að fá þessi þrjú stig sem verða í boði í kvöld,“ sagði Gunnar Már. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ef einhver leikur er sex stiga leikur, þá er það þessi Fram og Fjölnir mætast í miklum fallslag á Laugardalsvelli í kvöld. 15. september 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. 31. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fram og Fjölnir eigast við í lokaleik 19. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn gæti ráðið miklu um fallbaráttu deildarinnar. Þór féll í gær úr deildinni en aðeins sex stig skilja á milli næstu sex liða fyrir ofan. Neðstu liðin í þeim hópi eru Fram með átján stig og Fjölnir með sextán. Grafarvogsbúar eru því í fallsæti sem stendur en geta komist upp úr því með sigri í kvöld.Gunnar Már Guðmundsson, sem er oft kallaður „Herra Fjölnir“, segir að Fjölnismenn hafi beðið lengi eftir leiknum í kvöld en liðið lék síðast þann 31. ágúst, er Fjölnir steinlá fyrir FH, 4-0. „Að mínu mati er það algjör vitleysa að gera hlé á deildinni vegna landsleikja,“ sagði Gunnar Már um biðina löngu. „Við erum óþreyjufullir og spenntir fyrir leiknum.“ Gunnar segir að Fjölnismenn hafi oft spilað betur en úrlsit leikjanna hafa gefið til kynna. „Það þýðir þó ekkert að tala um það endalaust. Úrslitin þurfa að koma líka og við höfum nú þrjá leiki til að safna þeim stigum sem við þurfum.“ Hann vill varla hugsa það til enda ef að Fjölnismenn tapa leiknum í kvöld. „Staðan yrði virkilega slæm þá en við verðum bara að hugsa um einn leik í einu,“ segir Gunnar og fer ekki ofan af því að Fjölnismenn komu sér í þessa slæmu stöðu sjálfir. „Það er ekki boðlegt að vinna þrjá leiki af átján. Samt hafa verið fáir leikir í sumar þar sem við höfum verið yfirspilaðir en einn af þeim var gegn Fram í fyrri umferðinni. Við höfum því harma að hefna eftir þann leik.“ Framarar og Fjölnismenn hefur gengið ill að fá áhorfendur til að fjölmenna á leiki sína í sumar en Gunnar Már vonast til að það breytist í kvöld. „Ég hef heyrt af því að Framarar hafi farið í mikla söfnun og þá hef ég líka heyrt af áhuga Fjölnismanna á leiknum.“ „Það hverfur svo sem allt í stúkunni á Laugardalsvelli. En ég vona að við verðum fleiri en 214 áhorfendur á leiknum,“ og vísar til uppgefins áhorfendafjölda á leik Fjölnis og Keflavíkur í síðasta mánuði. Sú tala var reyndar leiðrétt á heimasíðu Fjölnis stuttu síðar en samkvæmt KSÍ.is voru 388 manns á leiknum. Fyrir fáeinum árum var mikil stemning í kringum Fjölni og fjölmennt á leikjum liðsins, sér í lagi þegar liðið lék í efstu deild árin 2008 og 2009. Gunnar segir erfitt að útskýra hvað hafi breyst. „Líklega hefur stuðningsmannahópurinn orðinn eldri. Margir hafa stofnað fjölskyldur og hafa ekki jafn mikinn tíma og áður. Þá er einnig stór kjarni úr þeim hópi í leikmannahópi liðsins í dag.“ „En maður spyr sig af hverju það eru svona fáir á vellinum þegar fjöldi fólks í hverfinu hefur alið upp sín börn í þessu íþróttafélagi undanfarna tvo áratugi. Þetta er viðkvæmt vandamál sem þarf að tækla á næstu árum. En það er líka ljóst að áhuginn eykst með velgengni og því er það einnig undir okkur komið að standa okkur.“ „Fyrst um sinn ætlum við þó að einbeita okkur að því að fá þessi þrjú stig sem verða í boði í kvöld,“ sagði Gunnar Már.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ef einhver leikur er sex stiga leikur, þá er það þessi Fram og Fjölnir mætast í miklum fallslag á Laugardalsvelli í kvöld. 15. september 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. 31. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Ef einhver leikur er sex stiga leikur, þá er það þessi Fram og Fjölnir mætast í miklum fallslag á Laugardalsvelli í kvöld. 15. september 2014 06:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fjölnir 4-0 | FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik FH keyrði yfir Fjölni í síðari hálfleik í Kaplakrika, en lokatölur urðu 4-0 eftir að markalaust hafi verið í hálfleik. Atli Guðnason og Steven Lennon léku á alls oddi. 31. ágúst 2014 00:01