Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki Svavar Hávarðsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brennisteinsmengun frá gosinu gerir fólki lífið leitt á Norður- og Austurlandi. Mengunin er margföld við það sem áður þekktist. Fréttablaðið/Egill Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst. Bárðarbunga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst.
Bárðarbunga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira