„Eigum eftir að fá nokkur eldgos í vetur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2014 13:19 vísir/auðunn Svipaður gangur er í eldgosinu í Holuhrauni norðan Vatnajökuls líkt og verið hefur síðustu daga. Þá er skjálftavirkni það sömuleiðis en aðal skjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem að minni skjálftar eru við ganginn undir Dyngjujökli. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir allt benda til þess að annað gos sé í sjónmáli. „Gosið hlýtur að fara að fjara út, en svo kemur bara annað. Við erum í gliðnunarhrinu og þá er þetta bara þannig að það kemur eldgos og svo fjarar það út og þá kemur annað eldgos. Þannig að við eigum eftir að fá nokkur eldgos í vetur,“ segir Ármann. „Gosið er lítið og rólegt og einangrast við miðgíginn Baug,“ bætir Ármann við. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að enn sé nokkur gangur í gosinu, svipað og verið hefur síðustu daga og ástandið þannig í jafnvægi. Sömu sögu er að segja af sigi í Bárðarbungu, en askjan sígur um það bil 50 sentímetra á sólarhring. Veðurstofan spáir hægri suðvestanátt og því er mengun vegna gossins líklegust á svæðinu við gosstöðina sjálfa og til norðausturs að Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Svipaður gangur er í eldgosinu í Holuhrauni norðan Vatnajökuls líkt og verið hefur síðustu daga. Þá er skjálftavirkni það sömuleiðis en aðal skjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem að minni skjálftar eru við ganginn undir Dyngjujökli. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir allt benda til þess að annað gos sé í sjónmáli. „Gosið hlýtur að fara að fjara út, en svo kemur bara annað. Við erum í gliðnunarhrinu og þá er þetta bara þannig að það kemur eldgos og svo fjarar það út og þá kemur annað eldgos. Þannig að við eigum eftir að fá nokkur eldgos í vetur,“ segir Ármann. „Gosið er lítið og rólegt og einangrast við miðgíginn Baug,“ bætir Ármann við. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir að enn sé nokkur gangur í gosinu, svipað og verið hefur síðustu daga og ástandið þannig í jafnvægi. Sömu sögu er að segja af sigi í Bárðarbungu, en askjan sígur um það bil 50 sentímetra á sólarhring. Veðurstofan spáir hægri suðvestanátt og því er mengun vegna gossins líklegust á svæðinu við gosstöðina sjálfa og til norðausturs að Herðubreið í norðri og Kárahnjúkum í suðri. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Bárðarbunga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira