Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Ekki fallegt en mikilvæg þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson hefur enn ekki tapað í Pepsi-deildinni.
Rúnar Páll Sigmundsson hefur enn ekki tapað í Pepsi-deildinni. vísir/daníel
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að það hafi verið heppnisstimpill á sigri hans manna í kvöld, en Stjarnan vann Víking, 1-0, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

„Þeir fengu mörg góð færi og við vorum heppnir að fá ekki mark á okkur. Þetta var ekki fallegt en við fengum þrjú mikilvæg stig,“ sagði þjálfarinn.

„Þetta var mjög erfitt fyrir okkur enda að spila gegn hrikalega góðu liði. Við náðum ágætiskafla eftir markið en fljótlega tóku Víkingarnir yfir leikinn og sköpuðu sér fullt af góðum færum.“

Hann segir að Arnar Már hafi komið af velli vegna meiðsla undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég ætlaði reyndar að gera aðra skiptingu þar sem ég var ekki nógu ánægður með varnarvinnuna okkar en þetta kom svo sem ágætlega út eftir skiptinguna.“

„Heilt yfir vorum við hálf sofandi eftir markið okkar. Ég tel reyndar að markið sem Veigar skoraði hefði átt að standa þar sem hann var ekki rangstæður, heldur Rolf.“

„En við áttum ekki okkar besta leik. Ingvar varði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleik og það breytti miklu.“

Stjarnan og FH eru nú jöfn að stigum á toppnum en Rúnar Páll ætlar að halda sínum mönnum á jörðinni. „Næsti leikur er gegn FJölni og við gefum allt í hann.

Sigurmarkið hjá Rolf Toft:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×