Íslenski boltinn

FH kláraði sitt | Staða Keflavíkur og Fram versnaði

FH gerði sitt gegn Fram í Pepsi-deild karla í dag og er komið með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. FH er enn taplaust í deildini eftir 20 leiki.

Stjarnan er þremur stigum á eftir FH-ingum en eiga leik til góða gegn Fjölni. Leikurinn átti að fara fram í dag en hefur verið frestað til þriðjudags vegna veðurs.

Fram er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar en er enn aðeins einu stigi á eftir Keflavík sem tapaði fyrir Fylki á heimavelli og þar með afar dýrmætum stigum í botnbaráttunni þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið á tímabilinu.

Fylkismenn eru þar með hólpnir frá falli í ár en þá er Breiðablik svo gott sem sloppið eftir sannfærandi 4-1 sigur á Víkingum. ÍBV er í góðri stöðu með 22 stig eftir 3-3 jafntefli við KR.

Fjölnir er með nítján stig, rétt eins og Keflavík, en á leikinn gegn Stjörnunni til góða. Fram er svo með átján stig.

Aðeins tvö stig skilja að Víking (30 stig) og Val (28 stig) í baráttunni um fjórða sætið og þar með þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Víkingar steinlágu gegn Blikum en Valsmenn kláruðu botnlið Þórs, 2-0.

Umfjallanir um leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×