Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 12:48 Hér má sjá greiðsluseðilinn sem fer um Facebook. „Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?" Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?"
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun