Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla og sömuleiðis nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta.
Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. Hér að neðan má opna PDF-útgáfu Vegagerðarinnar af svæðinu sem hefur verið lokað.

