Gosið heldur sínu striki: Gufubólstrar rísa 20-30 metra til himins Hjörtur Hjartarson skrifar 7. september 2014 14:59 Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni. Mynd/Auðunn Níelsson Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Hraunstraumurinn í eldgosinu í Holuhrauni hefur nú náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum og stíga gufubólstrar þar nú upp. Vísindamaður á svæðinu segir þó litlar líkur á að farvegur fljótsins breytist mikið við það. Gangurinn í gosinu er með svipuðum hætti og í gær. „Þær helstu breytingar sem hafa orðið er það að hraunið hefur nú farið ofan í farveg Jökulsár á Fjöllum og er í þann mund að fara ofan í meginkvíslina á ánni. Við það verða talsverðar gufumyndanir. Vatnið úr ánni gufar upp vegna hitans frá hrauninu. Þá verða talsverðir gufubólstrar sem stíga upp 20 – 30 metra, eitthvað svoleiðis,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallasérfræðingur sem er við eldstöðvarnar. Hann segir annars allt með kyrrum kjörum á svæðinu. „Gangurinn í gosinu er mjög svipaður því sem hefur verið undanfarna tvo daga. Aðalvirknin er í norðursprungunni og lítil virkni í þessari suðursprungu sem myndaðist fyrir tveimur dögum. Miðgígurinn á norðursprungunni hann gýs að venju mest og er með myndarlega kvikustróka sem eru í sömu hæð og í gær eða svona á bilinu 50-100 metra,“ útskýrði hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Syðsti gígurinn er einnig virkur að sögn Þorvalds. Virknin þar er stöðug. „Þannig að framleiðinin í gosinu er þetta svipuð, sirka 100 rúmmetra á sekúndu. Gæti verið eitthvað aðeins hærra. Hraunið heldur sinni framrás, hún er nokkuð stöðug, fór upp í 100 metra á klukkustund í gær og virðist vera á svipuðu róli í augnablikinu.“ Gosið heldur því sínu striki samkvæmt eldfjallasérfræðingnum en grannt er fylgst með gangi mála. Hér að neðan má sjá stórkostlegt myndband sem Jón Gústafsson tók af gosinu á dögunum. Volcano at night - Iceland September 4 2014 from Jon Gustafsson on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira