Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2014 21:12 Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“ Bárðarbunga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum. Nú á níunda degi eldsumbrotana er ekki að sjá að neitt sé að draga úr ákafanum. Gosbólstrarnir eru jafnvel hærri en á fyrstu dögum og endurdróma drunurnar um allt. Kraftur gossins í dag var mestur í einum gíg sunnan við miðbik aðalsprungunnar og þar áætluðu vísindamenn að kvikustrókarnir væru að þeytast allt að eitthundrað metra til himins. Mikil eldtjörn virtist vera opin í kringum þennan aðalgíg en jafnframt var veruleg virkni í gígum nyrst og syðst, litla sprungan sem opnaðist á föstudag virtist hins vegar alveg hafa kulnað. Aðal sprungan bauð hins vegar upp á glæsilegt sjónarspil í dag. „Það hefur ekkert dregið úr gosinu. Það er mjög jöfn framleiðslan í augnablikinu og sem er kannski ábending um það að þetta er ekkert búið ennþá. Þetta mun halda áfram í einhvern tíma,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þau þáttaskil hafa nú orðið að hraunið er farið að renna út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum, þar takast nú á, með Kverkfjöll í baksýn, ískalt jökulfljótið og þúsund stiga heit hraunkvikan. Gufusprengingar sjást þarna og hvirfilstrókar stíga til himins og þá velta vísindamenn því fyrir sér hvort þarna geti orðið til gervigígar. En svo mikið er víst, aðalfarvegur Jökulsár á Fjöllum er þegar farinn að hopa undan logandi hrauninu. Þorvaldur segir að hrauntungan hafi í gær lengst um 100 metra á klukkustund, eða um tvo og hálfan kílómetra á sólarhring. „Áin færir sig austar og ef þetta heldur áfram sem horfir þá verður bara Jökulsá með nýjan farveg aðeins austar á sandinum.“
Bárðarbunga Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira