Hættumat Bárðarbungu enn óklárað Svavar Hávarðsson skrifar 21. ágúst 2014 07:00 TF-SIF fór í eftirlits- og vísindaflug yfir lokaða svæðinu í gær. Mælingar voru gerðar á jöklinum og mannaferðir kannaðar. Mynd/Lhg Vinna við sérstakt hættumat vegna eldsumbrota í Bárðarbungu hófst árið 2012 en er ólokið og því liggur viðbragðsáætlun ekki fyrir. Umbrotin í Vatnajökli frá því um helgi eru framhald jarðskjálftahrinu sem hófst fyrir allmörgum árum.Lýkur í haust Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofunnar, segir að vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi standi yfir, en hún hófst 2011. Vinnan sé afar umfangsmikil og flókin, og horft til næstu 15 til 20 ára þangað til henni er að fullu lokið. Hættumat og viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu liggur ekki fyrir enn sem komið er. „Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur verið unnið að því að taka saman yfirlit um alla þá þekkingu sem liggur fyrir um eldstöðvar á Íslandi. Þeirri vinnu lýkur nú haust, og er hún mikilvægur grunnur fyrir allt hættumatið. Viðbragðsáætlanir eru síðan byggðar á hættumatinu, sem heyrir undir Almannavarnir að vinna. Í hættumatinu fyrir eldgos á Íslandi þarf m.a. að skoða hættu á jökulhlaupum sem geta orðið samfara eldsumbrotum undir jökli. Við erum á lokametrunum fyrir Öræfajökul, og slíkt mat hefur verið gert fyrir Markarfljótsaura. Síðan er næsta skref að huga að Jökulsá á Fjöllum,“ segir Sigrún.Gagnrýnivert? Spurð hvort það sé ekki gagnrýnivert í ljósi atburða síðustu daga að hættumat og þá viðbragðsáætlun liggi ekki fyrir, segir Sigrún það mikilvægasta að vinnan sé hafin. Hins vegar sé framgangur og staða verkefna háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni. Æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi, á sama grunni og unnið hefur verið vegna ofanflóða. Vinna við hættumat hefur fram til þessa tekið mið af þeim atburðum í náttúrunni sem verða, og því hafi hættumat fyrir Mýrdalsjökul verið klárað á árunum 2002 til 2005 eftir jarðhræringar þar. Unnið er eftir forgangsröðun svæða og þeim skipt upp í fimm flokka eftir því hversu hættuleg þau gætu reynst. Bárðarbunga er flokkuð í efsta flokki, ásamt Heklu, Kötlu, Grímsvötnum og Reykjanesi. Sigrún tekur fram að Veðurstofan vinni samkvæmt viðbragðsáætlunum sem stofnunin hefur sett sér varðandi náttúruvá sem þessa og tekur hún á því lagalega hlutverki sem stofnuninni ber að sinna. Allt hafi gengið vel og samskipti við samstarfsstofnanir og hagsmunaaðila verið til mikillar fyrirmyndar.Framhald frá 2007 Kristín Vogfjörð, rannsóknastjóri hjá Veðurstofunni, hefur haft með höndum rannsóknir á Bárðarbungueldstöðinni um árabil. Hún segir engan vafa leika á því að óróinn á svæðinu undanfarna daga sé ekki upphaf heldur framhald atburðarásar á svæðinu, en árið 2010 mældust snarpir jarðskjálftar þar í maí. Í þeirri hrinu mældust um 900 jarðskjálftar, sem undirstrikar hversu umfangsmikil umbrotin eru nú með allt að 4.000 jarðskjálfta á rúmum fjórum sólarhringum. „Ég hef stundað rannsóknir á Bárðarbungu undanfarin ár, vegna FUTURVOLC, stórs rannsóknarverkefnis sem er í fullum gagni. Ég lagði frá upphafi áherslu á að mælar yrðu settir upp við Bárðarbungu því mér fannst það líklegasta eldfjallið til að gera eitthvað – ef það yrði ekki Hekla. Virkni allra eldstöðva í Vatnajökli tók að vaxa, eins og sást á fjölda jarðskjálfta, strax frá 2007, jafnvel 2005. Svo gaus í Grímsvötnum 2011 og þá datt virknin í öllum eldstöðvunum niður. Hún byrjaði svo fljótlega að vaxa aftur, og virknin í Bárðarbungu tók að vaxa hraðar en annars staðar. Virknin hefur margfaldast núna en aukning í skjálftavirkni hefur staðið lengi,“ segir Kristín. Aukin skjálftavirkni bendir til svæðisbundinnar aukningar á kvikuframleiðslu undir öllum norðvestanverðum Vatnajökli, að sögn Kristínar og þess vegna var fyrir löngu búið að undirbúa fjölgun mælitækja á jöklinum, sem hefur reynst afar dýrmætt síðustu daga. Kristín vann að vöktun jarðskjálftahrinunnar í aðdraganda eldgossins í Eyjafjallajökli. Árið 1991 var vöktunarkerfi sett upp en árið 1992 varð fyrst vart við skjálfta á miklu dýpi. „En kvikuinnskotin komu 1994, 1996 og 1999. Þeir skiptu tugum eða fáeinum hundruðum. Þegar þessi hrina byrjaði og skjálftarnir voru orðnir þúsund, þá hugsaði ég að þetta væri eins og í Eyjafjallajökli. Þegar hrinan í aðdraganda gossins í Eyjafjallajökli hófst þá voru þetta þúsundir skjálfta en ekki nokkur hundruð. Þetta er þannig atburður í Bárðarbungu, en þetta er allt stöðugt og engar vísbendingar um að kvikan séu að leita upp sem endar í eldgosi. En svona gríðarlegt magn af kviku getur alltaf leitað upp og við þurfum að vera vakandi fyrir því,“ segir Kristín. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stærsti tæp fjögur stig Ekkert lát er á skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli, þar sem á þriðja hundrað skjálfta mældust í nótt, þar af tveir upp á þrjú stig eða meira. Sá fyrri reið yfir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og mældist hann 3,8 stig. Sá síðari kom klukkan kortér yfir tvö og mældist 3,0 stig. Álíka stór skjálfti varð þar síðdegis í gær. Enn sjást þó engar vísbendingar um að kvikan sé að leita upp á yfirborðið en hún leitar áfram lárétt eftir berggöngum til norðausturs. 21. ágúst 2014 07:01 Svipast um eftir ferðafólki norðan Dyngjujökuls í dag Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetur landsmenn til þess að ræða við ferðafólk norðan Dyngjujökuls og upplýsa það um stöðu mála. 20. ágúst 2014 12:20 Mjög öflugur atburður, kvikan færi hratt upp Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varð í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996. 20. ágúst 2014 11:51 Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar. 20. ágúst 2014 18:30 Hvað finnst ferðamönnum í Reykjavík um yfirvofandi eldgos? Jarðhræringar í Bárðarbungu hafa vakið athygli víða utan landsteinanna, en fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa nú greint frá kvikuhreyfingu á svæðinu, og þeim áhrifum sem eldgos gæti haft á flugumferð á heimsvísu. 20. ágúst 2014 19:30 Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. 20. ágúst 2014 17:26 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vinna við sérstakt hættumat vegna eldsumbrota í Bárðarbungu hófst árið 2012 en er ólokið og því liggur viðbragðsáætlun ekki fyrir. Umbrotin í Vatnajökli frá því um helgi eru framhald jarðskjálftahrinu sem hófst fyrir allmörgum árum.Lýkur í haust Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofunnar, segir að vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi standi yfir, en hún hófst 2011. Vinnan sé afar umfangsmikil og flókin, og horft til næstu 15 til 20 ára þangað til henni er að fullu lokið. Hættumat og viðbragðsáætlun vegna Bárðarbungu liggur ekki fyrir enn sem komið er. „Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur verið unnið að því að taka saman yfirlit um alla þá þekkingu sem liggur fyrir um eldstöðvar á Íslandi. Þeirri vinnu lýkur nú haust, og er hún mikilvægur grunnur fyrir allt hættumatið. Viðbragðsáætlanir eru síðan byggðar á hættumatinu, sem heyrir undir Almannavarnir að vinna. Í hættumatinu fyrir eldgos á Íslandi þarf m.a. að skoða hættu á jökulhlaupum sem geta orðið samfara eldsumbrotum undir jökli. Við erum á lokametrunum fyrir Öræfajökul, og slíkt mat hefur verið gert fyrir Markarfljótsaura. Síðan er næsta skref að huga að Jökulsá á Fjöllum,“ segir Sigrún.Gagnrýnivert? Spurð hvort það sé ekki gagnrýnivert í ljósi atburða síðustu daga að hættumat og þá viðbragðsáætlun liggi ekki fyrir, segir Sigrún það mikilvægasta að vinnan sé hafin. Hins vegar sé framgangur og staða verkefna háð því fjármagni sem sé til verka hverju sinni. Æskilegast væri að hættumat lægi fyrir um alla náttúruvá á Íslandi, á sama grunni og unnið hefur verið vegna ofanflóða. Vinna við hættumat hefur fram til þessa tekið mið af þeim atburðum í náttúrunni sem verða, og því hafi hættumat fyrir Mýrdalsjökul verið klárað á árunum 2002 til 2005 eftir jarðhræringar þar. Unnið er eftir forgangsröðun svæða og þeim skipt upp í fimm flokka eftir því hversu hættuleg þau gætu reynst. Bárðarbunga er flokkuð í efsta flokki, ásamt Heklu, Kötlu, Grímsvötnum og Reykjanesi. Sigrún tekur fram að Veðurstofan vinni samkvæmt viðbragðsáætlunum sem stofnunin hefur sett sér varðandi náttúruvá sem þessa og tekur hún á því lagalega hlutverki sem stofnuninni ber að sinna. Allt hafi gengið vel og samskipti við samstarfsstofnanir og hagsmunaaðila verið til mikillar fyrirmyndar.Framhald frá 2007 Kristín Vogfjörð, rannsóknastjóri hjá Veðurstofunni, hefur haft með höndum rannsóknir á Bárðarbungueldstöðinni um árabil. Hún segir engan vafa leika á því að óróinn á svæðinu undanfarna daga sé ekki upphaf heldur framhald atburðarásar á svæðinu, en árið 2010 mældust snarpir jarðskjálftar þar í maí. Í þeirri hrinu mældust um 900 jarðskjálftar, sem undirstrikar hversu umfangsmikil umbrotin eru nú með allt að 4.000 jarðskjálfta á rúmum fjórum sólarhringum. „Ég hef stundað rannsóknir á Bárðarbungu undanfarin ár, vegna FUTURVOLC, stórs rannsóknarverkefnis sem er í fullum gagni. Ég lagði frá upphafi áherslu á að mælar yrðu settir upp við Bárðarbungu því mér fannst það líklegasta eldfjallið til að gera eitthvað – ef það yrði ekki Hekla. Virkni allra eldstöðva í Vatnajökli tók að vaxa, eins og sást á fjölda jarðskjálfta, strax frá 2007, jafnvel 2005. Svo gaus í Grímsvötnum 2011 og þá datt virknin í öllum eldstöðvunum niður. Hún byrjaði svo fljótlega að vaxa aftur, og virknin í Bárðarbungu tók að vaxa hraðar en annars staðar. Virknin hefur margfaldast núna en aukning í skjálftavirkni hefur staðið lengi,“ segir Kristín. Aukin skjálftavirkni bendir til svæðisbundinnar aukningar á kvikuframleiðslu undir öllum norðvestanverðum Vatnajökli, að sögn Kristínar og þess vegna var fyrir löngu búið að undirbúa fjölgun mælitækja á jöklinum, sem hefur reynst afar dýrmætt síðustu daga. Kristín vann að vöktun jarðskjálftahrinunnar í aðdraganda eldgossins í Eyjafjallajökli. Árið 1991 var vöktunarkerfi sett upp en árið 1992 varð fyrst vart við skjálfta á miklu dýpi. „En kvikuinnskotin komu 1994, 1996 og 1999. Þeir skiptu tugum eða fáeinum hundruðum. Þegar þessi hrina byrjaði og skjálftarnir voru orðnir þúsund, þá hugsaði ég að þetta væri eins og í Eyjafjallajökli. Þegar hrinan í aðdraganda gossins í Eyjafjallajökli hófst þá voru þetta þúsundir skjálfta en ekki nokkur hundruð. Þetta er þannig atburður í Bárðarbungu, en þetta er allt stöðugt og engar vísbendingar um að kvikan séu að leita upp sem endar í eldgosi. En svona gríðarlegt magn af kviku getur alltaf leitað upp og við þurfum að vera vakandi fyrir því,“ segir Kristín.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stærsti tæp fjögur stig Ekkert lát er á skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli, þar sem á þriðja hundrað skjálfta mældust í nótt, þar af tveir upp á þrjú stig eða meira. Sá fyrri reið yfir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og mældist hann 3,8 stig. Sá síðari kom klukkan kortér yfir tvö og mældist 3,0 stig. Álíka stór skjálfti varð þar síðdegis í gær. Enn sjást þó engar vísbendingar um að kvikan sé að leita upp á yfirborðið en hún leitar áfram lárétt eftir berggöngum til norðausturs. 21. ágúst 2014 07:01 Svipast um eftir ferðafólki norðan Dyngjujökuls í dag Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetur landsmenn til þess að ræða við ferðafólk norðan Dyngjujökuls og upplýsa það um stöðu mála. 20. ágúst 2014 12:20 Mjög öflugur atburður, kvikan færi hratt upp Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varð í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996. 20. ágúst 2014 11:51 Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar. 20. ágúst 2014 18:30 Hvað finnst ferðamönnum í Reykjavík um yfirvofandi eldgos? Jarðhræringar í Bárðarbungu hafa vakið athygli víða utan landsteinanna, en fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa nú greint frá kvikuhreyfingu á svæðinu, og þeim áhrifum sem eldgos gæti haft á flugumferð á heimsvísu. 20. ágúst 2014 19:30 Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. 20. ágúst 2014 17:26 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stærsti tæp fjögur stig Ekkert lát er á skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli, þar sem á þriðja hundrað skjálfta mældust í nótt, þar af tveir upp á þrjú stig eða meira. Sá fyrri reið yfir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og mældist hann 3,8 stig. Sá síðari kom klukkan kortér yfir tvö og mældist 3,0 stig. Álíka stór skjálfti varð þar síðdegis í gær. Enn sjást þó engar vísbendingar um að kvikan sé að leita upp á yfirborðið en hún leitar áfram lárétt eftir berggöngum til norðausturs. 21. ágúst 2014 07:01
Svipast um eftir ferðafólki norðan Dyngjujökuls í dag Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetur landsmenn til þess að ræða við ferðafólk norðan Dyngjujökuls og upplýsa það um stöðu mála. 20. ágúst 2014 12:20
Mjög öflugur atburður, kvikan færi hratt upp Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en sú sem varð í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996. 20. ágúst 2014 11:51
Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar. 20. ágúst 2014 18:30
Hvað finnst ferðamönnum í Reykjavík um yfirvofandi eldgos? Jarðhræringar í Bárðarbungu hafa vakið athygli víða utan landsteinanna, en fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa nú greint frá kvikuhreyfingu á svæðinu, og þeim áhrifum sem eldgos gæti haft á flugumferð á heimsvísu. 20. ágúst 2014 19:30
Þrívíddarkort af skjálftavirkni í Bárðarbungu Veðurstofa Íslands hefur unnið myndband sem sýnir skjálftavirknina í Bárðarbungu á tímabilinu 16.-20. ágúst. 20. ágúst 2014 17:26