Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:38 Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi. Bárðarbunga Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Sjá meira
Jökulsá á fjöllum rennur niður af hálendinu. Þetta svæði, Kelduhverfi og bæirnir við Öxarfjörðinn, eru þeir staðir sem eru í mestri hættu ef til eldgoss kemur. Ef stórt flóð kæmi hérna niður eftir gæti tjónið orðið gífurlegt. Viðbragðs- og hagsmunaaðilar funduðu á Húsavík í hádeginu í dag og á fundinum sagði sýslumaðurinn staðreynd að engar góðar fréttir lægju fyrir. Hann segir fólk þó yfirvegað. „Fólk hefur búið við þessa náttúruvá svo lengi sem elstu menn muna og ég held að fólk sé alveg á jörðinni með það. Örlar ekkert á óþreyju í þessu óvissuástandi? Óvissa er alltaf slæm. Þetta er bara hætta sem vofir yfir og við erum að reyna að undirbúa okkur undir það,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. Ríkislögreglustjóri sat fundinn á Húsavík og fundar með heimamönnum á Egilsstöðum á morgun. „Við erum hér til að ræða við lögreglustjóra og hans menn, viðbragðsaðila og fara yfir stöðu mála og kanna hvort við getum gert eitthvað til að aðstoða þá. Ég held að við séum vel undirbúin ef til goss kemur,“segir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Fyrsti íbúafundurinn vegna hræringanna í Bárðarbungu fer fram í Öxarfirði í kvöld, enda er svæðið í forgangi varðandi upplýsingar til íbúa. „Það eru mörg hundruð manns að vinna við þetta verkefni og hvort sem gos verður eða ekki munum við byggja á þessari reynslu í framtíðinni,“ segir Haraldur. Flestir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við vissu af hugsanlegum hamförum. Hefur ástandið haft áhrif á ferðaáætlanir ykkar á einhvern hátt? „Við ætluðum reyndar að keyra inn í Öskju í dag, en við breyttum þeim áætlunum fyrir tveimur dögum þegar við heyrðum af þessu. Við ætlum að fara af landinu 26. ágúst og því væri frábært ef eldgosið byrjaði þann 25. ágúst svo að við gætum verið hér í nokkra daga í viðbót og notið þessa fallega lands,“ segir Stefan Alfandairi, frá Frakklandi.
Bárðarbunga Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Sjá meira