Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2014 16:20 Mynd/Landmælingar „Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu. Bárðarbunga Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. Erlendur er sumarbústaðaeigandi í Kelduhverfi norðan Jökulsárgljúfurs. Íbúar og sumarbústaðaeigendur á svæðinu hafa fengið sig full sadda af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu. „Síðan turninn féll í vetur hafa eiginlega útvarpssendingar Ríkisútvarpsins horfið,“ segir Erlendur. Hann sjálfur er staddur á höfuðborgarsvæðinu en hugsar til félaga sinna á svæðinu. „Ég var að hlusta á Rás 2 áðan þar sem fólk í Kelduhverfinu var hvatt til þess að fylgjast vel með fréttum og leiðbeiningum á RÚV,“ segir Erlendur. Það sé sérstaklega fyndið en þó ekki í ljósi þess að fólk nær ekki RÚV. Bylgjan sé í raun og veru eina útvarpsstöðin sem náist á svæðinu og fólk treysti á. „Við í Kelduhverfinu erum búin að tala við allt frá kóngi til prests. Einu svörin sem maður fær er að senda tölvupóst,“ segir Erlendur. Hann minnir á að Kelduhverfið sé jarðskjálftasvæði auk þess sem bæði sé hætta á eldgosi og hlaupi í Jökulsá á fjöllum. „Ég hef sjálfur hringt í RÚV, Símann og Póst- og fjarskiptastofnun. Svörin sem maður fær er bara úps,“ segir Erlendur. „Eini almennilegi maðurinn sem ég hef talað við er útvarpsstjóri sem lofaði að skoða þetta á næstu mánuðum.“ Erlendur telur að rétt undir hundrað manns séu með fasta búsetu á svæðinu. Auk þess er fjöldi fólks með sumarbústaði og afdrep yfir sumartímann. „Þetta snýst ekki bara um skemmtun heldur er þetta algjört öryggisatriði. Nú reynir á þetta og manni verður bilt við hérna fyrir sunnan þar sem fólk í Kelduhverfinu, sem nær ekki Rás 2, er hvatt til að hlusta á Rás 2.“Uppfært klukkan 17:27 Í tilkynningu frá RÚV er fullyrt að langbylgja RÚV náist á svæðinu.
Bárðarbunga Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira