Gosóróinn í Gjálp hófst daginn eftir þann stóra Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2014 09:30 Tveir sigkatlar voru fyrstu merkin sem sáust á yfirborði Vatnajökuls í Gjálpargosinu fyrir 18 árum. Mynd/Stöð 2. Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað. Merki um gos sáust þó ekki strax heldur leið meira en sólarhringur frá stóra skjálftanum þar til gosórói sást á mælum, tæpir tveir sólarhringar liður frá skjálftanum þar til sigkatlar sáust á jöklinum og nærri þrír sólarhringar þar til gosmökkurinn kom upp úr jöklinum. Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.Frá Gjálpargosinu 1996. Stór ísgjá myndaðist þá í Vatnajökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Stöð 2.Atburðarásin í upphafi Gjálpargossins fyrir átján árum var í grófum dráttum þessi: Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst. Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu. Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.Skeiðarársandur eftir hamfarirnar 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað. Merki um gos sáust þó ekki strax heldur leið meira en sólarhringur frá stóra skjálftanum þar til gosórói sást á mælum, tæpir tveir sólarhringar liður frá skjálftanum þar til sigkatlar sáust á jöklinum og nærri þrír sólarhringar þar til gosmökkurinn kom upp úr jöklinum. Ísþykktin þar sem gossprungan opnaðist árið 1996 er talin hafa verið 450 til 600 metrar. Ísþykktin á þeim stað í Dyngjujökli, þar sem Almannavarnir töldu að gos hefði byrjað í gær, er áætluð minni, eða 150 til 400 metrar.Frá Gjálpargosinu 1996. Stór ísgjá myndaðist þá í Vatnajökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Stöð 2.Atburðarásin í upphafi Gjálpargossins fyrir átján árum var í grófum dráttum þessi: Jarðskjálfti upp á rúm fimm stig varð í Bárðarbungu laust fyrir hádegi þann 29. september. Stöðug skjálftahrina var í gangi. Að kvöldi 30. september hófst gosórói og eldgos er talið hefjast. Að morgni 1. október sáust sigkatlar á jöklinum á svæði milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Að morgni 2. október kom svo gosmökkur upp úr jöklinum og öskufall hófst. Bræðsluvatnið safnaðist á næstu fimm vikum fyrir í Grímsvötnum og þann 5. nóvember brast það niður á Skeiðarársand með hamfaraflóði, sem rauf hringveginn á löngum kafla, sópaði Gígjubrú burt og tók Skeiðarárbrú í sundur á kafla. Skeiðarársandur var þakinn ísbjörgum sem bárust með hlaupinu. Sjónvarpsmyndir og nánari umfjöllun um Gjálpargosið 1996 má sjá hér.Skeiðarársandur eftir hamfarirnar 1996. Fréttablaðið/ÞÖK
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30 Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45
Skjálfti yfir fimm stig gæti ræst eldfjallið Almannavarnir telja ennþá hættu á eldgosi frá Bárðarbungu og þótt ekkert bendi enn til þess að kvika sé á leið til yfirborðs hefur ógnin frá eldfjallinu sífellt víðtækari áhrif á samfélagið. 22. ágúst 2014 21:30
Skjálftar í Bárðarbungu kerfisbundið vanmetnir Veðurstofan vanmat stærð jarðskjálfta fyrstu dagana í skjálftahrinunni í Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 12:30